„Ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júlí 2023 13:31 Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Vísir/Samsett mynd Samráðsgátt stjórnvalda þjónar ekki tilgangi sínum þegar umsagnarfrestur að drögum að breytingu á reglugerðum er settur í miðju sumarfríi þorra landsmanna að sögn framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty. Drög að breytingu á reglugerð um útlendinga þrengi möguleika ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Hagsmunaaðilum og einstaklingum gafst kostur á að skila inn umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga í júlí og rann umsagnarfresturinn út 18. júlí. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir tímasetningu stjórnvalda ekki til þess fallna að auka gagnsæi. Allir í sumarfríi „Okkur fannst vont að því að drög að reglugerð að breytingum væru settar inn á þessum tíma þar sem við teljum að sá fjöldi mannréttindasamtaka og samtaka og einstaklinga sem láta sig þessi mál varða hefðu mögulega viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki haft tök á vegna þessarar tímasetningar,“ segir Anna. Eðlilegt hefði verið að hafa frestinn fram yfir verslunarmannahelgi fyrst þessi tímasetning hafi orðið fyrir valinu. Unnið gegn markmiðum „Við sjáum það að það voru sex aðilar sem skiluðu umsögn og það er frábært en ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna og bætir við að þau telji markmiðum samráðsgáttarinnar ekki hafa verið náð. „Því markmiðið er að auka gagnsæi og auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu við ákvörðunartöku hér á landi þannig að við teljum að með þessari tímasetningu er ekki verið að vinna að markmiðum samráðsgáttarinnar með fullnægjandi hætti.“ Þrengja að ákveðnum hópi Íslandsdeild Amnesty hafi tekið undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og athugasemdum þeirra. „Við vildum bara undirstrika það sem kom þar fram að við tökum undir þau sjónarmið og við lítum svo á að þessi breyting á reglugerðinni sé til þess fallin að þrengja möguleiki ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Jafnvel umfram skýran vilja löggjafans, það er eins og það sé verið að þrengja að ákveðnum hópi – við viljum reyna tryggja það að svo sé ekki gert,“ segir Anna. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Hagsmunaaðilum og einstaklingum gafst kostur á að skila inn umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga í júlí og rann umsagnarfresturinn út 18. júlí. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir tímasetningu stjórnvalda ekki til þess fallna að auka gagnsæi. Allir í sumarfríi „Okkur fannst vont að því að drög að reglugerð að breytingum væru settar inn á þessum tíma þar sem við teljum að sá fjöldi mannréttindasamtaka og samtaka og einstaklinga sem láta sig þessi mál varða hefðu mögulega viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki haft tök á vegna þessarar tímasetningar,“ segir Anna. Eðlilegt hefði verið að hafa frestinn fram yfir verslunarmannahelgi fyrst þessi tímasetning hafi orðið fyrir valinu. Unnið gegn markmiðum „Við sjáum það að það voru sex aðilar sem skiluðu umsögn og það er frábært en ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna og bætir við að þau telji markmiðum samráðsgáttarinnar ekki hafa verið náð. „Því markmiðið er að auka gagnsæi og auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu við ákvörðunartöku hér á landi þannig að við teljum að með þessari tímasetningu er ekki verið að vinna að markmiðum samráðsgáttarinnar með fullnægjandi hætti.“ Þrengja að ákveðnum hópi Íslandsdeild Amnesty hafi tekið undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og athugasemdum þeirra. „Við vildum bara undirstrika það sem kom þar fram að við tökum undir þau sjónarmið og við lítum svo á að þessi breyting á reglugerðinni sé til þess fallin að þrengja möguleiki ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Jafnvel umfram skýran vilja löggjafans, það er eins og það sé verið að þrengja að ákveðnum hópi – við viljum reyna tryggja það að svo sé ekki gert,“ segir Anna.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira