Tvö burðardýr fá þunga dóma Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 14:38 Dómar eru óvenju harðir í fíkniefnamálum á Íslandi en óvenju vægir í ofbeldis og auðgunarbrotamálum. Vísir/Vilhelm Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna. Dómarinn Jónas Jóhannsson dæmdi manninn til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja inn tæplega þrjú kíló af kókaíni til landsins. Þá var honum gert að greiða nærri tvær milljónir króna í lögfræði og málskostnað. Konan var dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni. Er henni gert að greiða tæpar tvær og hálfa milljón króna. Í dómunum tveimur kemur fram að fólkið hafi játað afdráttarlaust brot sín og að þau hafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málin. Þá hafi þau ekki orðið áður uppvís að refsiverðri starfsemi. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærði hafi verið eigandi þeirra fíkniefna sem hann flutti hingað til lands eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í báðum dómunum. Ísland sker sig úr Ísland hefur lengi skorið sig úr hvað varðar þunga dóma í fíkniefnamálum og sitja óvenju margir fíknifangar inni í íslenskum fangelsum. Til dæmis fékk hollenskt burðardýr átta ára fangelsisdóm fyrir nokkrum árum. Að sama skapi eru dómar í ofbeldismálum og auðgunarbrotamálum vægari á Íslandi. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Dómarinn Jónas Jóhannsson dæmdi manninn til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja inn tæplega þrjú kíló af kókaíni til landsins. Þá var honum gert að greiða nærri tvær milljónir króna í lögfræði og málskostnað. Konan var dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni. Er henni gert að greiða tæpar tvær og hálfa milljón króna. Í dómunum tveimur kemur fram að fólkið hafi játað afdráttarlaust brot sín og að þau hafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málin. Þá hafi þau ekki orðið áður uppvís að refsiverðri starfsemi. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærði hafi verið eigandi þeirra fíkniefna sem hann flutti hingað til lands eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í báðum dómunum. Ísland sker sig úr Ísland hefur lengi skorið sig úr hvað varðar þunga dóma í fíkniefnamálum og sitja óvenju margir fíknifangar inni í íslenskum fangelsum. Til dæmis fékk hollenskt burðardýr átta ára fangelsisdóm fyrir nokkrum árum. Að sama skapi eru dómar í ofbeldismálum og auðgunarbrotamálum vægari á Íslandi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira