Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 08:59 Hannah Wilkinson fagnar hér markinu sínu sem var það fyrsta sem var skorað á HM kvenna í fótbolta í ár. AP/Andrew Cornaga Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. Stjörnukonan Betsy Hassett var í byrjunarliði Nýja-Sjálands og spilaði allan leikinn á vinstri kantinum. Hassett hefur spilað 94 leiki með Stjörnunni (56 leikir) og KR (38) í efstu deild frá árinu 2017 og er með sjö leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni í sumar. Baráttuglaðar heimakonur gerðu norsku stelpunum mjög erfitt fyrir frá fyrstu mínútu leiksins en stórstjörnur norska liðsins, sem spila allar með bestu liðum heims, náðu sér alls ekki á strik. Nýja-Sjáland var þannig betra liðið í fyrri hálfleiknum en staðan var engu að síður markalaus eftir hann. New Zealand s Hannah Wilkinson scores the first goal of the 2023 Women s World Cup!Look what it means for the co-hosts pic.twitter.com/T90ZChG2jB— ESPN FC (@ESPNFC) July 20, 2023 Það tók aftur á móti þær nýsjálensku aðeins þrjár mínútur að komast yfir í þeim síðari. Hannah Wilkinson skoraði þá eftir frábæra sókn og mjög góðan undirbúning frá Jacqui Hand. Hand komst fram hjá bakverði norska liðsins og sendi boltann fyrir markið þar sem Wilkinson afgreiddi hann í markið í fyrstu snertingu. Nýja-Sjáland hafði getað bætt við marki en reynsluboltinn Ria Percival skaut í slá úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Hin 31 árs gamla Wilkinson var þarna að skora á sínu þriðja heimsmeistaramóti en hún skoraði á móti Mexíkó á HM í Þýskalandi 2011 og á móti Kína á HM 2015. Síðasta landsliðsmarkið hennar fyrir leikinn í gær var á móti Íslandi í apríl síðastliðnum. Hún hefur nú skorað 29 mörk í 116 landsleikjum. Þetta var sannarlega sögulegur sigur fyrir kvennalandslið Nýja Sjálands. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei náð að vinna leik. Þrjú jafntefli og tólf töp. Úrslitin eru áfall fyrir norska liðið en hin liðin í riðlinum eru Sviss og Filippseyjar og það er mikið eftir enn af riðlakeppninni. HANNAH WILKINSON SCORES FOR NEW ZEALAND! #FIFAWWC pic.twitter.com/wI2PnPD55j— Sky Sport NZ (@skysportnz) July 20, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Stjörnukonan Betsy Hassett var í byrjunarliði Nýja-Sjálands og spilaði allan leikinn á vinstri kantinum. Hassett hefur spilað 94 leiki með Stjörnunni (56 leikir) og KR (38) í efstu deild frá árinu 2017 og er með sjö leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni í sumar. Baráttuglaðar heimakonur gerðu norsku stelpunum mjög erfitt fyrir frá fyrstu mínútu leiksins en stórstjörnur norska liðsins, sem spila allar með bestu liðum heims, náðu sér alls ekki á strik. Nýja-Sjáland var þannig betra liðið í fyrri hálfleiknum en staðan var engu að síður markalaus eftir hann. New Zealand s Hannah Wilkinson scores the first goal of the 2023 Women s World Cup!Look what it means for the co-hosts pic.twitter.com/T90ZChG2jB— ESPN FC (@ESPNFC) July 20, 2023 Það tók aftur á móti þær nýsjálensku aðeins þrjár mínútur að komast yfir í þeim síðari. Hannah Wilkinson skoraði þá eftir frábæra sókn og mjög góðan undirbúning frá Jacqui Hand. Hand komst fram hjá bakverði norska liðsins og sendi boltann fyrir markið þar sem Wilkinson afgreiddi hann í markið í fyrstu snertingu. Nýja-Sjáland hafði getað bætt við marki en reynsluboltinn Ria Percival skaut í slá úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Hin 31 árs gamla Wilkinson var þarna að skora á sínu þriðja heimsmeistaramóti en hún skoraði á móti Mexíkó á HM í Þýskalandi 2011 og á móti Kína á HM 2015. Síðasta landsliðsmarkið hennar fyrir leikinn í gær var á móti Íslandi í apríl síðastliðnum. Hún hefur nú skorað 29 mörk í 116 landsleikjum. Þetta var sannarlega sögulegur sigur fyrir kvennalandslið Nýja Sjálands. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei náð að vinna leik. Þrjú jafntefli og tólf töp. Úrslitin eru áfall fyrir norska liðið en hin liðin í riðlinum eru Sviss og Filippseyjar og það er mikið eftir enn af riðlakeppninni. HANNAH WILKINSON SCORES FOR NEW ZEALAND! #FIFAWWC pic.twitter.com/wI2PnPD55j— Sky Sport NZ (@skysportnz) July 20, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira