Litabreytingin fór öfugt ofan í íbúa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 07:45 Hér má sjá breytinguna á milli ára. Íbúar hins nýja svarta og hvíta hverfis eru ekki sáttir. Rangárþing ytra Verulegt ósætti er með þá litabreytingu sem gerð verður á hverfum Hellu á bæjarhátíðinni Töðugjöldum. Sveitarfélagið leggur til nokkurra ára aðlögunarferli. Bæjarhátíðin Töðugjöld verður haldin í 28. skiptið þann 18. til 20. ágúst næstkomandi. Hún er með elstu bæjarhátíðum landsins, var komið á fót árið 1994. Hátíðin er nokkuð hefðbundin bæjarhátíð, með hoppuköstulum, tónlistaratriðum, bílasýningum, matarvögnum og þess háttar. Á hátíðinni er hverfum bæjarins skipt upp í liti. Eru íbúar í hverju hverfi hvattir til þess að skreyta hús sín og garða í réttum lit, eða litatvennu. Skiptast íbúar hverfanna á að bjóða gestum heim og að skipuleggja hátíðina í samráði við sveitarfélagið. Það er jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Töldu íbúa tilbúna í breytingar Á fundi nefndarinnar þann 8. maí síðastliðinn var ákveðið að gera breytingar á litaskiptingunni. Það er að fjólubláa hverfið verði fjólublátt og bleikt og að græna og appelsínugula hverfinu verði skipt upp í tvö. Annað verði áfram grænt og appelsínugult en hitt svart og hvítt. Gula hverfið á Töðugjöldum árið 2022.Rangárþing ytra. Þetta féll ekki vel í kramið því bæjarstjórn barst erindi frá íbúum allra húsa í götunum Ártúni, Nestúni, Seltúni og Nesi og hluta íbúa í Þrúðvangi sem voru mjög ósáttir við litabreytinguna. En þetta eru íbúar í hinu nýja svarta og hvíta hverfi. Í skýringum nefndarmanna kemur fram að þeim hafi þótt græna og appelsínugula hverfið of stórt. Mat hún það svo að íbúar væru tilbúnir í breytingar. Nokkurra ára aðlögunarferli Benda nefndarmenn á að nú þegar séu einhverjir íbúar þegar farnir að skreyta hús sín og garða í svörtum og hvítum litum og því sé of seint að breyta aftur núna. Mikilvægt sé að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað sé eftir þeim. Fjólubláa hverfið verður framvegis fjólubláa og bleika hverfið.Rangárþing ytra „Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma,“ segir í bókun nefndarinnar. Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Bæjarhátíðin Töðugjöld verður haldin í 28. skiptið þann 18. til 20. ágúst næstkomandi. Hún er með elstu bæjarhátíðum landsins, var komið á fót árið 1994. Hátíðin er nokkuð hefðbundin bæjarhátíð, með hoppuköstulum, tónlistaratriðum, bílasýningum, matarvögnum og þess háttar. Á hátíðinni er hverfum bæjarins skipt upp í liti. Eru íbúar í hverju hverfi hvattir til þess að skreyta hús sín og garða í réttum lit, eða litatvennu. Skiptast íbúar hverfanna á að bjóða gestum heim og að skipuleggja hátíðina í samráði við sveitarfélagið. Það er jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Töldu íbúa tilbúna í breytingar Á fundi nefndarinnar þann 8. maí síðastliðinn var ákveðið að gera breytingar á litaskiptingunni. Það er að fjólubláa hverfið verði fjólublátt og bleikt og að græna og appelsínugula hverfinu verði skipt upp í tvö. Annað verði áfram grænt og appelsínugult en hitt svart og hvítt. Gula hverfið á Töðugjöldum árið 2022.Rangárþing ytra. Þetta féll ekki vel í kramið því bæjarstjórn barst erindi frá íbúum allra húsa í götunum Ártúni, Nestúni, Seltúni og Nesi og hluta íbúa í Þrúðvangi sem voru mjög ósáttir við litabreytinguna. En þetta eru íbúar í hinu nýja svarta og hvíta hverfi. Í skýringum nefndarmanna kemur fram að þeim hafi þótt græna og appelsínugula hverfið of stórt. Mat hún það svo að íbúar væru tilbúnir í breytingar. Nokkurra ára aðlögunarferli Benda nefndarmenn á að nú þegar séu einhverjir íbúar þegar farnir að skreyta hús sín og garða í svörtum og hvítum litum og því sé of seint að breyta aftur núna. Mikilvægt sé að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað sé eftir þeim. Fjólubláa hverfið verður framvegis fjólubláa og bleika hverfið.Rangárþing ytra „Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma,“ segir í bókun nefndarinnar.
Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira