Rauði krossinn og borgin undirbúa bæði rekstur neyslurýmis Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júlí 2023 13:20 Marín Þórsdóttir deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir áríðandi að koma rýminu aftur upp. Vísir/Sigurjón Rauði krossinn skoðar það nú hvort hægt sé að koma fyrir nýju neyslurými í einingahúsi frá Terra Einingum. Enn vantar þó landið fyrir húsið. Reykjavíkurborg segir mikinn vilja fyrir áframhaldandi rekstri en að þau kjósi frekar varanlegt húsnæði. Ekkert neyslurými hefur verið opið frá því í mars þegar neyslurýminu Ylju var lokað. Ylja var rekin af rauða krossinum í bíl og þótti það afar óhentugt fyrir starfsemina. Eftir að rýminu var lokað hefur Rauði krossinn unnið að því að opna það aftur og það í föstu húsnæði. Flestir sem komu að rekstrinum voru sammála við lokun þess að það myndi henta betur. Einingahús Terra sem Rauði krossinn vill reka neyslurými í. Vísir/Sigurjón Terra Einingar hafa nú lofað Rauða krossinum einingahúsi sem er um 118 fermetrar fyrir reksturinn. Það eina sem vanti er landið. „Ylja var tilraunaverkefni, og að reka það í bíl. Verkefnið sannaði sig og að það var þarft en það gekk ekki að hafa það í bíl. Það var ekki hægt að anna eftirspurn auk þess sem ýmislegt við íslenskar veðuraðstæður gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum húsnæði,“ segir Marín. Það þurfi ekki að vera stórt. „Það er allt til staðar. Við erum með fjármagnið fyrir reksturinn frá Sjúkratryggingum, þekkinguna og starfsfólkið hér og við höfum fengið einingarnar frá Terra Einingum. Það eina sem vantar er landskiki til að geta hafið farsælt starf.“ Marín segir staðsetninguna skipta máli fyrir þjónustuna og að hingað til hafi verið hentugast að vera í nálægð við gistiskýlin. Samkvæmt reglugerð geta þau ekki rekið slíkt rými nema í samvinnu við sveitarfélag og þrátt fyrir að vera tilbúin með allt hafi þau ekki fengið skýr svör frá borginni. Það komi alveg til greina að reka rýmið annars staðar. Þau hafi samt ekki fundið vilja frá öðrum en borginni til að reka slíkt rými. Lífsnauðsynleg þjónusta „Neyðarskýlin eru í Reykjavík og við þurfum að hafa rýmið í göngufæri frá þeim. Við erum að horfa á þann sem er verst staddur og kannski heimilislaus. Það er mikilvægt að vera í nálægð við þau,“ segir Marín. Hún segir þau í reglulegu samtali við borgina en að þau hafi ekki fengið skýr svör. Það sé áríðandi að koma rekstrinum aftur í gang. „Þetta er lífsnauðsynleg þjónusta sem er verið að veita fólki. Það er verið að bjarga mannslífum á hverjum degi, koma í veg fyrir ofskammtanir og sýkingar og þannig aukin þyngsli í heilbrigðiskerfinu,“ segir Marín og að þau heyri frá sínum skjólstæðingahópi að frá því að Ylja lokaði hafi sýkingum fjölgað. „Ég veit að það er staðreynd að þetta verkefni skiptir þennan hóp miklu máli.“ Borgin komin með augastað á húsnæði miðsvæðis Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs hjá Reykjavíkurborg, segir á sama tíma mikinn vilja hjá borginni að reka neyslurými áfram. Þau sjái hag í því að hafa það í föstu húsnæði, en ekki einingum. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs segir borginni frekar hugnast að reka rýmið í varanlegu húsnæði. Vísir/Sigurjón „Við höfum verið að leita að varanlegu húsnæði fyrir neyslurými síðustu vikur og mánuði. Það er vert að nefna það að þrátt fyrir að leggja áherslu á að reka þessa þjónustu er það ekki skylda heldur heimild, en það er mikill vilji hjá borginni til að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp og reka þessa þjónustu,“ segir Rannveig og að borgin sé með augastað á húsnæði sem er miðsvæðis. „Við erum búin að fá heimild frá byggingarfulltrúa til að gera breytingar til að hægt sé að reka rýmið í húsnæðinu. Við erum búin að óska eftir kostnaðarmati við breytingar á húsnæðinu þannig staðan er sú núna að við erum að bíða eftir þessum niðurstöðum,“ segir Rannveig. Hún segir heppilegast að vera miðsvæðis vegna nálægðar við gistiskýlin. Hvað varðar samvinnu við Rauða krossinn segir hún allt opið. Rauði krossinn hafi rekið rýmið vel og að þar sé mikil þekking en að hana sé einnig að finna hjá borginni. „Við erum að skoða þetta í góðri samvinnu.“ Hvað varðar einingarnar sem Terra hefur lofað Rauða krossinum segir Rannveig það krefjandi skipulagslega að koma þeim niður. „Það er tafsamt. Þannig við sjáum það fyrir okkur að það sé heppilegra og jafnvel fljótlegra að finna bara varanlegt húsnæði. Og auk þess er það kannski meira áberandi að vera með þessa þjónustu í gámum,“ segir Rannveig um afstöðu borgarinnar. Heilbrigðismál Félagasamtök Reykjavík Fíkn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Ekkert neyslurými hefur verið opið frá því í mars þegar neyslurýminu Ylju var lokað. Ylja var rekin af rauða krossinum í bíl og þótti það afar óhentugt fyrir starfsemina. Eftir að rýminu var lokað hefur Rauði krossinn unnið að því að opna það aftur og það í föstu húsnæði. Flestir sem komu að rekstrinum voru sammála við lokun þess að það myndi henta betur. Einingahús Terra sem Rauði krossinn vill reka neyslurými í. Vísir/Sigurjón Terra Einingar hafa nú lofað Rauða krossinum einingahúsi sem er um 118 fermetrar fyrir reksturinn. Það eina sem vanti er landið. „Ylja var tilraunaverkefni, og að reka það í bíl. Verkefnið sannaði sig og að það var þarft en það gekk ekki að hafa það í bíl. Það var ekki hægt að anna eftirspurn auk þess sem ýmislegt við íslenskar veðuraðstæður gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum húsnæði,“ segir Marín. Það þurfi ekki að vera stórt. „Það er allt til staðar. Við erum með fjármagnið fyrir reksturinn frá Sjúkratryggingum, þekkinguna og starfsfólkið hér og við höfum fengið einingarnar frá Terra Einingum. Það eina sem vantar er landskiki til að geta hafið farsælt starf.“ Marín segir staðsetninguna skipta máli fyrir þjónustuna og að hingað til hafi verið hentugast að vera í nálægð við gistiskýlin. Samkvæmt reglugerð geta þau ekki rekið slíkt rými nema í samvinnu við sveitarfélag og þrátt fyrir að vera tilbúin með allt hafi þau ekki fengið skýr svör frá borginni. Það komi alveg til greina að reka rýmið annars staðar. Þau hafi samt ekki fundið vilja frá öðrum en borginni til að reka slíkt rými. Lífsnauðsynleg þjónusta „Neyðarskýlin eru í Reykjavík og við þurfum að hafa rýmið í göngufæri frá þeim. Við erum að horfa á þann sem er verst staddur og kannski heimilislaus. Það er mikilvægt að vera í nálægð við þau,“ segir Marín. Hún segir þau í reglulegu samtali við borgina en að þau hafi ekki fengið skýr svör. Það sé áríðandi að koma rekstrinum aftur í gang. „Þetta er lífsnauðsynleg þjónusta sem er verið að veita fólki. Það er verið að bjarga mannslífum á hverjum degi, koma í veg fyrir ofskammtanir og sýkingar og þannig aukin þyngsli í heilbrigðiskerfinu,“ segir Marín og að þau heyri frá sínum skjólstæðingahópi að frá því að Ylja lokaði hafi sýkingum fjölgað. „Ég veit að það er staðreynd að þetta verkefni skiptir þennan hóp miklu máli.“ Borgin komin með augastað á húsnæði miðsvæðis Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs hjá Reykjavíkurborg, segir á sama tíma mikinn vilja hjá borginni að reka neyslurými áfram. Þau sjái hag í því að hafa það í föstu húsnæði, en ekki einingum. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs segir borginni frekar hugnast að reka rýmið í varanlegu húsnæði. Vísir/Sigurjón „Við höfum verið að leita að varanlegu húsnæði fyrir neyslurými síðustu vikur og mánuði. Það er vert að nefna það að þrátt fyrir að leggja áherslu á að reka þessa þjónustu er það ekki skylda heldur heimild, en það er mikill vilji hjá borginni til að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp og reka þessa þjónustu,“ segir Rannveig og að borgin sé með augastað á húsnæði sem er miðsvæðis. „Við erum búin að fá heimild frá byggingarfulltrúa til að gera breytingar til að hægt sé að reka rýmið í húsnæðinu. Við erum búin að óska eftir kostnaðarmati við breytingar á húsnæðinu þannig staðan er sú núna að við erum að bíða eftir þessum niðurstöðum,“ segir Rannveig. Hún segir heppilegast að vera miðsvæðis vegna nálægðar við gistiskýlin. Hvað varðar samvinnu við Rauða krossinn segir hún allt opið. Rauði krossinn hafi rekið rýmið vel og að þar sé mikil þekking en að hana sé einnig að finna hjá borginni. „Við erum að skoða þetta í góðri samvinnu.“ Hvað varðar einingarnar sem Terra hefur lofað Rauða krossinum segir Rannveig það krefjandi skipulagslega að koma þeim niður. „Það er tafsamt. Þannig við sjáum það fyrir okkur að það sé heppilegra og jafnvel fljótlegra að finna bara varanlegt húsnæði. Og auk þess er það kannski meira áberandi að vera með þessa þjónustu í gámum,“ segir Rannveig um afstöðu borgarinnar.
Heilbrigðismál Félagasamtök Reykjavík Fíkn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira