Innlent

Ferða­maðurinn sem hneig niður á gos­stöðvum látinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn hneig niður vegna veikinda.
Maðurinn hneig niður vegna veikinda. Vísir/Vilhelm

Ferða­maður sem hneig niður við gos­stöðvarnar við Litla Hrút í gær­kvöldi og var sóttur af þyrlu land­helgis­gæslunnar er látinn.

Þetta stað­festir Úlfar Lúð­víks­son, lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum í sam­tali við Vísi. Áður hefur komið fram að maðurinn hafi hnigið niður vegna veikinda.

Lög­regla gefur ekki frekari upp­lýsingar um manninn aðrar en að um er­lendan ferða­mann sé að ræða. Maðurinn hneig niður við jaðar hraunsins og hófu við­bragðs­aðilar endur­lífgunar­til­raunir á vett­vangi og var maðurinn svo fluttur á Land­spítalann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×