Börn beittu knattspyrnustrák kynþáttaníði á N1 mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2023 09:00 Ungir knattspyrnustrákar en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Stepan Kachur/ Fréttir af kynþáttaníði eru því miður allt of algengar í kringum kappleiki fullorðinna knattspyrnumanna og áhrifin ná að því virðist niður í yngri flokkana á Íslandi. Faðir ungs knattspyrnumanns sagði frá óskemmtilegri reynslu sonar síns í viðtali á Rás 2 í morgun. Atvikið varð þegar sonur hans var að keppa á N1 mótinu á Akureyri. Ingvar Örn Sighvatsson sagði frá þessari neikvæðu upplifun sonar síns af þessu móti en hann er að verða ellefu ára gamall. Sonurinn á mömmu sem er svört en pabba sem er hvítur. „Welcome to Iceland“ „Þetta var í rauninni fleira en eitt atvik en við heyrðum á honum eftir einn leik að þetta voru drengir á hliðarlínunni sem voru úr sama liði og hann var að keppa við. Þetta eru mörg lið frá hverju íþróttafélagi. Þeir voru að gera athugasemdir við hann sem vörðuðu uppruna hans. Welcome to Iceland og eitthvað annað sem hann sagði okkur ekki,“ sagði Ingvar Örn Sighvatsson í Morgunútvarpinu í dag. „Við höfum ekki verið að krefja hann um nákvæma lýsingu á því sem fram fer. Hann vill oft ekki tala um það. Ég fór þegar til mótsstjórnar og tilkynnti þetta. Þau brugðist vel við,“ sagði Ingvar Örn. Allir fögnuðu nema hann sem var grátandi „Svo gerðist þetta aftur seinna á mótinu. Þá í rauninni kom hann til móður sinnar í tárum eftir leik sem þeir höfðu unnið. Það var fögnuður en hann var í tárum af því að það voru aftur athugasemdir tengdar uppruna hans eitthvað í þessum dúr. Ég veit ekki hvað það er en það skiptir kannski ekki máli,“ sagði Ingvar. „Þetta er vandi sem við höfðum séð vaxa eftir því sem hann eldist. Í leikskóla er þetta forvitni, einlæg: Af hverju ertu svona brúnn. Þú ert eins og súkkulaði. Svona skemmtilegt. Þetta er barnsleg einlægni og þetta er saklaust. Eftir því sem hann eldist þá sjáum við meira að þetta er notað í smækkandi tilgangi,“ sagði Ingvar. Hann segir okkur ekki allt „Við sjáum á honum að líðanin hefur verið að breytast með hverju árinu. Við vitum ekki hvað er alltaf í gangi. Hann segir okkur ekki allt,“ sagði Ingvar sem segir að fólk á Íslandi sé svo ómeðvitað um fordómana sem búa í samfélaginu. „Við erum ekki að gera neitt til að uppræta þá, benda fólki á þá því það þarf átak til að takast á við þetta,“ sagði Ingvar. Hann varð ekki var við það að dómarar eða foreldrar hafi tekið á þessu. Heyrði af dreng sem var vísað af mótinu „Foreldrar á hliðarlínunni eru oft taldir vandamál í sjálfu sér. Ég veit ekki hvort dómararnir verði endilega varir við þetta. Ég held að ég hafi heyrt af einu atviki um að dreng hafi verið vísað af mótinu. Það er eitthvað sem ég heyrði en hef ekki fengið staðfest en hann var vísað af mótinu fyrir að uppnefna hörundsdökkan einstakling úr einu liði,“ sagði Ingvar. Íþróttir barna Tengdar fréttir „Þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð“ Mótastjóri Símamótsins harmar slæma upplifun iðkenda og foreldra á mótinu um helgina en afreksfólk í íþróttum hefur greint frá slíku á samfélagsmiðlum. Hann segir mótið heilt yfir hafa farið afar vel fram. 17. júlí 2023 19:45 Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Hluti af mótstjórn Símamótsins hafi kallað eftir „allsherjar kælingu“ á dóttur Björgvins Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir frá slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu í fótbolta sem fram fór um helgina. Hann segir meðal annars að hluti af þeim sem sitja í mótsjórn hafi kallað eftir því að dóttir hans yrði sett í „allsherjar kælingu“. 16. júlí 2023 21:31 Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 14. júlí 2023 10:01 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira
Faðir ungs knattspyrnumanns sagði frá óskemmtilegri reynslu sonar síns í viðtali á Rás 2 í morgun. Atvikið varð þegar sonur hans var að keppa á N1 mótinu á Akureyri. Ingvar Örn Sighvatsson sagði frá þessari neikvæðu upplifun sonar síns af þessu móti en hann er að verða ellefu ára gamall. Sonurinn á mömmu sem er svört en pabba sem er hvítur. „Welcome to Iceland“ „Þetta var í rauninni fleira en eitt atvik en við heyrðum á honum eftir einn leik að þetta voru drengir á hliðarlínunni sem voru úr sama liði og hann var að keppa við. Þetta eru mörg lið frá hverju íþróttafélagi. Þeir voru að gera athugasemdir við hann sem vörðuðu uppruna hans. Welcome to Iceland og eitthvað annað sem hann sagði okkur ekki,“ sagði Ingvar Örn Sighvatsson í Morgunútvarpinu í dag. „Við höfum ekki verið að krefja hann um nákvæma lýsingu á því sem fram fer. Hann vill oft ekki tala um það. Ég fór þegar til mótsstjórnar og tilkynnti þetta. Þau brugðist vel við,“ sagði Ingvar Örn. Allir fögnuðu nema hann sem var grátandi „Svo gerðist þetta aftur seinna á mótinu. Þá í rauninni kom hann til móður sinnar í tárum eftir leik sem þeir höfðu unnið. Það var fögnuður en hann var í tárum af því að það voru aftur athugasemdir tengdar uppruna hans eitthvað í þessum dúr. Ég veit ekki hvað það er en það skiptir kannski ekki máli,“ sagði Ingvar. „Þetta er vandi sem við höfðum séð vaxa eftir því sem hann eldist. Í leikskóla er þetta forvitni, einlæg: Af hverju ertu svona brúnn. Þú ert eins og súkkulaði. Svona skemmtilegt. Þetta er barnsleg einlægni og þetta er saklaust. Eftir því sem hann eldist þá sjáum við meira að þetta er notað í smækkandi tilgangi,“ sagði Ingvar. Hann segir okkur ekki allt „Við sjáum á honum að líðanin hefur verið að breytast með hverju árinu. Við vitum ekki hvað er alltaf í gangi. Hann segir okkur ekki allt,“ sagði Ingvar sem segir að fólk á Íslandi sé svo ómeðvitað um fordómana sem búa í samfélaginu. „Við erum ekki að gera neitt til að uppræta þá, benda fólki á þá því það þarf átak til að takast á við þetta,“ sagði Ingvar. Hann varð ekki var við það að dómarar eða foreldrar hafi tekið á þessu. Heyrði af dreng sem var vísað af mótinu „Foreldrar á hliðarlínunni eru oft taldir vandamál í sjálfu sér. Ég veit ekki hvort dómararnir verði endilega varir við þetta. Ég held að ég hafi heyrt af einu atviki um að dreng hafi verið vísað af mótinu. Það er eitthvað sem ég heyrði en hef ekki fengið staðfest en hann var vísað af mótinu fyrir að uppnefna hörundsdökkan einstakling úr einu liði,“ sagði Ingvar.
Íþróttir barna Tengdar fréttir „Þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð“ Mótastjóri Símamótsins harmar slæma upplifun iðkenda og foreldra á mótinu um helgina en afreksfólk í íþróttum hefur greint frá slíku á samfélagsmiðlum. Hann segir mótið heilt yfir hafa farið afar vel fram. 17. júlí 2023 19:45 Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Hluti af mótstjórn Símamótsins hafi kallað eftir „allsherjar kælingu“ á dóttur Björgvins Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir frá slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu í fótbolta sem fram fór um helgina. Hann segir meðal annars að hluti af þeim sem sitja í mótsjórn hafi kallað eftir því að dóttir hans yrði sett í „allsherjar kælingu“. 16. júlí 2023 21:31 Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 14. júlí 2023 10:01 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira
„Þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð“ Mótastjóri Símamótsins harmar slæma upplifun iðkenda og foreldra á mótinu um helgina en afreksfólk í íþróttum hefur greint frá slíku á samfélagsmiðlum. Hann segir mótið heilt yfir hafa farið afar vel fram. 17. júlí 2023 19:45
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31
Hluti af mótstjórn Símamótsins hafi kallað eftir „allsherjar kælingu“ á dóttur Björgvins Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir frá slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu í fótbolta sem fram fór um helgina. Hann segir meðal annars að hluti af þeim sem sitja í mótsjórn hafi kallað eftir því að dóttir hans yrði sett í „allsherjar kælingu“. 16. júlí 2023 21:31
Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 14. júlí 2023 10:01