Hákon Arnar kynntur til leiks með eldfjallamyndbandi: Fær sjöuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2023 20:41 Hákon Arnar er mættur til Lille. Lille Franska efstu deildarliðið Lille hefur kynnt Hákon Arnar Haraldsson til leiks. Hann kemur frá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar en er uppalinn hjá ÍA á Akranesi. Engu var til sparað í kynningunni og þá mun Hákon Arnar klæðast treyju númer 7 hjá félaginu. Fyrr í dag var greint frá því að Lille væri loks að ganga frá kaupunum á Hákoni Arnari. Þar kom fram að hann væri á leið í læknisskoðun og að henni lokinni myndi hann skrifa undir. Danski miðillinn BT Sport sagði kaupverðið væri 17 milljónir evra eða 2,5 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær ÍA, uppeldisfélag Hákons Arnar, 20 prósent af þeirri upphæð eða 500 milljónir íslenskra króna. Lille hefur nú staðfest komu Skagamannsins og vekur athygli að hann er kynntur til leiks sem miðjumaður en Hákon Arnar spilaði að mestu sem fremsti maður hjá FC Kaupmannahöfn á síðustu leiktíð. Hákon Haraldsson is a @LOSC_EN player. The 20 year old attacking midfielder has signed until 2028, coming from @FCKobenhavn.Welcome, Hákon! pic.twitter.com/07D009mT0N— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Í kynningarmyndbandinu er síðan myndefni af eldgosi á Íslandi og svo leikmönnum Lille að fagna sigri í frönsku úrvalsdeildinni vorið 2021. Einnig kemur fram að samningur hans við félagið gildir til ársins 2028 sem og Hákon Arnar kynnir sig með nafni. Þá kemur í ljós að hann verður í treyju númer 7 hjá félaginu. From to pic.twitter.com/7T1nfwjBXa— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Hákon Arnar er tvítugur að aldri og hefur spilað 11 A-landsleiki. Hann hefur spilað með aðalliði FCK undanfarin tvö tímabil, unnið dönsku úrvalsdeildina bæði árin sem og danska bikarinn á síðustu leiktíð. Þá lék hann með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og skoraði meðal annars sitt fyrsta mark í keppninni gegn Borussia Dortmund. Lille endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og tekur þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Lille væri loks að ganga frá kaupunum á Hákoni Arnari. Þar kom fram að hann væri á leið í læknisskoðun og að henni lokinni myndi hann skrifa undir. Danski miðillinn BT Sport sagði kaupverðið væri 17 milljónir evra eða 2,5 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær ÍA, uppeldisfélag Hákons Arnar, 20 prósent af þeirri upphæð eða 500 milljónir íslenskra króna. Lille hefur nú staðfest komu Skagamannsins og vekur athygli að hann er kynntur til leiks sem miðjumaður en Hákon Arnar spilaði að mestu sem fremsti maður hjá FC Kaupmannahöfn á síðustu leiktíð. Hákon Haraldsson is a @LOSC_EN player. The 20 year old attacking midfielder has signed until 2028, coming from @FCKobenhavn.Welcome, Hákon! pic.twitter.com/07D009mT0N— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Í kynningarmyndbandinu er síðan myndefni af eldgosi á Íslandi og svo leikmönnum Lille að fagna sigri í frönsku úrvalsdeildinni vorið 2021. Einnig kemur fram að samningur hans við félagið gildir til ársins 2028 sem og Hákon Arnar kynnir sig með nafni. Þá kemur í ljós að hann verður í treyju númer 7 hjá félaginu. From to pic.twitter.com/7T1nfwjBXa— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Hákon Arnar er tvítugur að aldri og hefur spilað 11 A-landsleiki. Hann hefur spilað með aðalliði FCK undanfarin tvö tímabil, unnið dönsku úrvalsdeildina bæði árin sem og danska bikarinn á síðustu leiktíð. Þá lék hann með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og skoraði meðal annars sitt fyrsta mark í keppninni gegn Borussia Dortmund. Lille endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og tekur þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira