Írsku landsliðskonurnar óttuðust um líkama sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 09:00 Denise O'Sullivan meiddist illa í leiknum á móti Kólumbíu og var flutt á sjúkrahús. Getty/Stephen McCarthy Írland og Kólumbía eru á leið á HM kvenna í fótbolta og mættust í vináttulandsleik um helgina. Það þurfti aftur á móti að flauta leikinn af eftir aðeins tuttugu mínútur. Ástæðan var harður leikur en margar rosalega tæklingar urðu á þessum fyrstu tuttugu mínútur og meðal annars var írska landsliðskonan Denise O'Sullivan flutt á sjúkrahús. Ireland players feared for their bodies in abandoned Colombia friendly https://t.co/25Vp9IxUCu— The Guardian (@guardian) July 15, 2023 Leikurinn fór fram í Brisbane í Ástralíu þar sem bæði liðin voru mætt þangað. Dómarar og liðin komust að samkomulagi um að hætta leik enda farið að líta út fyrir að margir leikmenn gætu hreinlega misst af HM með sama áframhaldi. Vera Pauw, þjálfari írska landsliðsins, sagði eftir á að margir leikmanna sinn hafi hreinlega óttast um líkama sína. „Við óttumst ekki að það sé spilað fast, þú veist það, því við erum sjálfar lið, sem innan reglna leiksins, látum finna fyrir okkur,“ sagði Vera Pauw í útvarpsviðtali í þættinum Off The Ball. „Leikmennirnir mínir, í fyrsta sinn síðan ég fór að þjálfa þær, voru hræddar, þær óttuðust um líkama sína,“ sagði Pauw. Kólumbíska knattspyrnusambandið gaf frá sér yfirlýsingu um að það hafi verið írska liðið sem vildi ekki halda áfram leik og leikmenn sínar fylgdu reglum um prúðmannlegan leik. "We do not fear any physical contact normally." "The players feared for their bodies."Vera Pauw explains why she felt the game vs. Colombia had to be abandoned following several serious challenges on Irish players | "This was out of the rules of the game." pic.twitter.com/uJEYW5ATO8— Off The Ball (@offtheball) July 15, 2023 „Þetta var eitthvað sem ég hef aldrei orðið vitni að á 47 árum mínum í fótbolta, ekki sem leikmaður og ekki sem þjálfari. Þetta byrjaði sem líflegur leikur en svo varð til þetta andrúmsloft þar sem harkan varð allt of mikil,“ sagði Pauw við Sky Sports. „Svo kom þessi hrikalega tækling á Denise, tækling sem á ekki að sjást í fótbolta og hún fann mikið til. Ég fór til þjálfara Kólumbíu og sagði: Ég þarf þina hjálp, við þurfum að róa þetta niður. Við viljum allar fara á HM,“ sagði Pauw. Mótherjar Kólumbíu á HM geta farið að kvíða fyrir en Kólumbía er í riðli með Þýskalandi, Marokkó og Suður-Kóreu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Ástæðan var harður leikur en margar rosalega tæklingar urðu á þessum fyrstu tuttugu mínútur og meðal annars var írska landsliðskonan Denise O'Sullivan flutt á sjúkrahús. Ireland players feared for their bodies in abandoned Colombia friendly https://t.co/25Vp9IxUCu— The Guardian (@guardian) July 15, 2023 Leikurinn fór fram í Brisbane í Ástralíu þar sem bæði liðin voru mætt þangað. Dómarar og liðin komust að samkomulagi um að hætta leik enda farið að líta út fyrir að margir leikmenn gætu hreinlega misst af HM með sama áframhaldi. Vera Pauw, þjálfari írska landsliðsins, sagði eftir á að margir leikmanna sinn hafi hreinlega óttast um líkama sína. „Við óttumst ekki að það sé spilað fast, þú veist það, því við erum sjálfar lið, sem innan reglna leiksins, látum finna fyrir okkur,“ sagði Vera Pauw í útvarpsviðtali í þættinum Off The Ball. „Leikmennirnir mínir, í fyrsta sinn síðan ég fór að þjálfa þær, voru hræddar, þær óttuðust um líkama sína,“ sagði Pauw. Kólumbíska knattspyrnusambandið gaf frá sér yfirlýsingu um að það hafi verið írska liðið sem vildi ekki halda áfram leik og leikmenn sínar fylgdu reglum um prúðmannlegan leik. "We do not fear any physical contact normally." "The players feared for their bodies."Vera Pauw explains why she felt the game vs. Colombia had to be abandoned following several serious challenges on Irish players | "This was out of the rules of the game." pic.twitter.com/uJEYW5ATO8— Off The Ball (@offtheball) July 15, 2023 „Þetta var eitthvað sem ég hef aldrei orðið vitni að á 47 árum mínum í fótbolta, ekki sem leikmaður og ekki sem þjálfari. Þetta byrjaði sem líflegur leikur en svo varð til þetta andrúmsloft þar sem harkan varð allt of mikil,“ sagði Pauw við Sky Sports. „Svo kom þessi hrikalega tækling á Denise, tækling sem á ekki að sjást í fótbolta og hún fann mikið til. Ég fór til þjálfara Kólumbíu og sagði: Ég þarf þina hjálp, við þurfum að róa þetta niður. Við viljum allar fara á HM,“ sagði Pauw. Mótherjar Kólumbíu á HM geta farið að kvíða fyrir en Kólumbía er í riðli með Þýskalandi, Marokkó og Suður-Kóreu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira