Fótbolti

Sýndu að konurnar geti kallað fram sömu til­finningar og karlarnir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Franska fjarskiptafyrirtækið Orange notaði snjalla leið til að sýna að konurnar geti auðveldlega kallað fram sömu tilfinningar og karlarnir.
Franska fjarskiptafyrirtækið Orange notaði snjalla leið til að sýna að konurnar geti auðveldlega kallað fram sömu tilfinningar og karlarnir. Skjáskot

Franska fjarskiptafyrirtækið Orange sendi frá sér magnaða auglysingu í aðdraganda heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu þar sem sýnt er fram á að kvennaliðið geti auðveldlega kallað fram sömu tilfinningar hjá aðdáendum og karlaliðið.

Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst eftir aðeins fimm daga. 

Frakkar munu leika í F-riðli með Jamaíku, Brasilíu og Panama, en þeirra fyrsti leikur er gegn Jamaíku á sunnudaginn eftir rétt rúma viku, nánar tiltekið þann 23. júlí.

Í tilefni af því sendi franska fjarskiðtafyrirtækið Orange frá sér magnaða auglýsingu þar sem áhorfendur virðast vera að horfa á mörk og mikilvæg augnablik hjá karlalandsliðinu, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að svo er alls ekki.

„Aðeins þeir bláu (f. Les Bleus) geta kallað fram þessar tilfinningar hjá okkur,“ segir í auglýsingunni.

„Nema hvað að þetta voru ekki þeir sem þið voruð að horfa á.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×