Innlent

Gjald­skylda hafin á bíla­stæðunum við gossvæðið

Máni Snær Þorláksson skrifar
Gjaldskylda er hafin á bílastæðinu við gossvæðið.
Gjaldskylda er hafin á bílastæðinu við gossvæðið. Vísir

Búið er að hefja gjaldskyldu á bílastæðunum við gönguleiðina að eldgosinu. Kostnaður við stæði er frá þúsund og upp í fjögur þúsund krónur. Ef gjald er ekki greitt leggst þrjú þúsund og fimmhundruð króna álagning á gjaldið.

Landeigendafélag Ísólfsskála stendur fyrir gjaldskyldunni sem framkvæmd er með aðstoð smáforritsins Parka. Rafrænt eftirlit er með bílastæðunum en bæði er hægt að greiða fyrir þau í smáforritinu og á vefsíðu Parka

Gjaldið fyrir farartæki með eitt til sjö sæti er þúsund krónur. Þegar um er að ræða litla rútu, farartæki með átta til tuttugu sætum, kostar bílastæðið tvö þúsund krónur. Stórar rútur, með tuttugu eða fleiri sæti, borga svo fjögur þúsund krónur. Gjaldið miðast við einn sólarhring í senn.

Fram kemur á skilti á bílastæðinu að gjaldtakan sé til þess að auka öryggi, vernda náttúruna og bæta aðgengi og þjónustu.

Hér má sjá skiltin á bílastæðinu við gossvæðið.Vísir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×