United gæti keypt sex nýja leikmenn ef Al Thani kaupir liðið Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2023 07:31 Erik Ten Hag gæti fengið meiri pening til að versla. Vísir/Getty Ef Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani nær að ganga frá kaupum á Manchester United fyrir lok félagaskiptagluggans gæti það þýtt að liðið kaupir sex nýja leikmenn í leikmannahópinn. Daily Mail greinir frá málinu en þar segir að ef Glazer fjölskyldan nær að ganga frá sölu félagsins fljótlega gæti það þýtt að Erik Ten Hag fær að versla þá leikmenn til liðsins sem hann vill fá. Þá fengi United að minnsta kosti 50 milljónir punda í viðbót til leikmannakaupa en auk þess vonast félagið til að fá inn 100 milljónir punda fyrir sölu á leikmönnum. Harry Maguire, Scott McTominay, Fred, Donny van de Beek og Anthony Martial eru leikmenn sem gætu horfið á braut til að skapa rými fyrir nýja leikmenn. United er komið langt í viðræðum við Inter vegna Andre Onana og nú, þegar David de Gea er farinn og Dean Henderson er líklegur til að yfirgefa Old Trafford, vill Ten Hag bæta við öðrum markverði. United hefur meðal annars verið orðað við hinn tvítuga Zion Suzuki í því samhengi en hann leikur með Urawa Red Diamonds í Japan. Hefur tekið sinn tíma að klára söluna Það er á hreinu að United ætlar að taka inn framherja. Hinn danski Rasmus Hojlund er á óskalista Ten Hag en hann kostar 50 milljónir punda. Knattspyrnustjórinn vill kaupa tvo framherja til að auka samkeppnina í fremstu víglínu. Búið er að ganga frá kaupum á Mason Mount til að styrkja miðsvæðið en United er einnig á höttunum á eftir Sofyan Amrabat, 26 ára landsliðsmanni Marokkó sem leikur með Fiorentina. Gangi salan á United eftir gætu félagaskiptaáætlanir Erik Ten Hag gengið eftir. Salan virðist samt ennþá vera í lausu lofti. Ákvörðunin liggur hjá Glazer fjölskyldunni og á meðan salan er ekki frágengin er óljóst hversu mikið Ten Hag fær að versla. Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Daily Mail greinir frá málinu en þar segir að ef Glazer fjölskyldan nær að ganga frá sölu félagsins fljótlega gæti það þýtt að Erik Ten Hag fær að versla þá leikmenn til liðsins sem hann vill fá. Þá fengi United að minnsta kosti 50 milljónir punda í viðbót til leikmannakaupa en auk þess vonast félagið til að fá inn 100 milljónir punda fyrir sölu á leikmönnum. Harry Maguire, Scott McTominay, Fred, Donny van de Beek og Anthony Martial eru leikmenn sem gætu horfið á braut til að skapa rými fyrir nýja leikmenn. United er komið langt í viðræðum við Inter vegna Andre Onana og nú, þegar David de Gea er farinn og Dean Henderson er líklegur til að yfirgefa Old Trafford, vill Ten Hag bæta við öðrum markverði. United hefur meðal annars verið orðað við hinn tvítuga Zion Suzuki í því samhengi en hann leikur með Urawa Red Diamonds í Japan. Hefur tekið sinn tíma að klára söluna Það er á hreinu að United ætlar að taka inn framherja. Hinn danski Rasmus Hojlund er á óskalista Ten Hag en hann kostar 50 milljónir punda. Knattspyrnustjórinn vill kaupa tvo framherja til að auka samkeppnina í fremstu víglínu. Búið er að ganga frá kaupum á Mason Mount til að styrkja miðsvæðið en United er einnig á höttunum á eftir Sofyan Amrabat, 26 ára landsliðsmanni Marokkó sem leikur með Fiorentina. Gangi salan á United eftir gætu félagaskiptaáætlanir Erik Ten Hag gengið eftir. Salan virðist samt ennþá vera í lausu lofti. Ákvörðunin liggur hjá Glazer fjölskyldunni og á meðan salan er ekki frágengin er óljóst hversu mikið Ten Hag fær að versla.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira