„Sprungan er um 900 metra löng. Það er töluvert hraun að renna. Þetta virðist vera orðið heldur öflugra heldur en hin gosin voru, sérstaklega fyrsta gosið, sem var mjög rólegt,“ segir Magnús.
„Enn sem komið er rennur allt hraun til suðurs og það er langur vegur til nokkurra innviða.“ Hann segir líkur á því að gosið nái niður í Meradali eftir nokkurn tíma.
„En þannig er staðan að við erum að sjá hér nokkuð gos og það virðist ekki vera að stækka neitt eins og stendur og nú verðum við bara að bíða og sjá, verður þetta svipað og fyrsta gosið eða verður þetta líkt öðru gosinu, sem var mjög lítið og stóð stutt, eða verður þetta lengi? Við vitum bara ekkert um það, við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi.
Er eitthvað sem kemur á óvart við þennan gosstað?
„Nei, þetta er nú nokkurn veginn mjög líklegur staður miðað við hvernig gangurinn og hvernig lýsingar sem jarðaskjálftafræðingar og slíkir gerðu þá er þetta mjög svipað.“