Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Máni Snær Þorláksson skrifar 10. júlí 2023 21:33 Fólk er mætt á gossvæðið en varað hefur verið við lífshættulegri gasmengun á svæðinu. Ísak Finnbogason Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að næstu klukkustundir verði líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við. „Það er áttleysa þarna á svæðinu og vindurinn hringsólar. Það er mikil hætta á því að fólk verði fyrir gaseitrun. Síðan er gott að fylgjast með því reglulega hvert gasið leitar hverju sinni miðað við þær áttir sem eru ríkjandi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að fólk geti fylgst með stöðunni á loftgaedi.is og lokað gluggum ef gas frá gosinu berst til þeirra. Þá eigi börn og fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum alls ekki að vera utandyra í gasmenguninni. Fólk ansi nálægt hrauninu Viðvaranir yfirvalda stoppa þó ekki alla. Í beinu streymi frá gossvæðinu má sjá að fjöldi fólks er þegar á svæðinu, einhver þeirra fara ansi nálægt hrauninu. Ísak Finnbogason er að stjórna beina streyminu sem sjá má hér fyrir neðan. Í samtali við fréttastofu segist hann þó vera í öruggri fjarlægð, enda þaulvanur. „Ég er uppi á fjalli hérna langt frá,“ segir Ísak sem passar að vera vindmeginn við gosið, að mengunin fjúki frá honum. Biðluðu til fólks að fara ekki strax Fyrr í kvöld ræddi fréttastofa við Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sagði að ennþá væri verið að meta aðstæður. „Við erum að biðla til fólks að fara ekki strax af stað, gefa okkur tíma. Gefa bæði viðbragðsaðilum og vísindafólki tíma til þess að meta hvernig aðstæður eru. Það er mikilvægt,“ sagði hún. „Það er kannski klisja að segja þetta, vinsamlegast ekki fara strax af stað, en við erum náttúrulega með eldgos í beinni útsendingu í þessu frábæra veðri. Við teljum samt ekki að það sé að fara neitt þannig við biðjum fólk um að fara ekki alveg stax af stað og bíða aðeins.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum segir að næstu klukkustundir verði líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við. „Það er áttleysa þarna á svæðinu og vindurinn hringsólar. Það er mikil hætta á því að fólk verði fyrir gaseitrun. Síðan er gott að fylgjast með því reglulega hvert gasið leitar hverju sinni miðað við þær áttir sem eru ríkjandi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að fólk geti fylgst með stöðunni á loftgaedi.is og lokað gluggum ef gas frá gosinu berst til þeirra. Þá eigi börn og fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum alls ekki að vera utandyra í gasmenguninni. Fólk ansi nálægt hrauninu Viðvaranir yfirvalda stoppa þó ekki alla. Í beinu streymi frá gossvæðinu má sjá að fjöldi fólks er þegar á svæðinu, einhver þeirra fara ansi nálægt hrauninu. Ísak Finnbogason er að stjórna beina streyminu sem sjá má hér fyrir neðan. Í samtali við fréttastofu segist hann þó vera í öruggri fjarlægð, enda þaulvanur. „Ég er uppi á fjalli hérna langt frá,“ segir Ísak sem passar að vera vindmeginn við gosið, að mengunin fjúki frá honum. Biðluðu til fólks að fara ekki strax Fyrr í kvöld ræddi fréttastofa við Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sagði að ennþá væri verið að meta aðstæður. „Við erum að biðla til fólks að fara ekki strax af stað, gefa okkur tíma. Gefa bæði viðbragðsaðilum og vísindafólki tíma til þess að meta hvernig aðstæður eru. Það er mikilvægt,“ sagði hún. „Það er kannski klisja að segja þetta, vinsamlegast ekki fara strax af stað, en við erum náttúrulega með eldgos í beinni útsendingu í þessu frábæra veðri. Við teljum samt ekki að það sé að fara neitt þannig við biðjum fólk um að fara ekki alveg stax af stað og bíða aðeins.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira