Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2023 23:07 Magnús Tumi segir sennilegt að kvikan komi hraðar upp en áður og sé gasríkari en áður. Vísir/Vilhelm Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna greindi frá því á fundinum að ákveðið hafi verið að loka fyrir aðgengi fólks að gossvæðinu, hættulegt sé að vera þar vegna gasmengunar. Þá biðlaði hún til fólks sem þegar hafði gert sér leið þangað að snúa aftur. Minnir á gosið í Holuhrauni en er þó stærra Magnús Tumi , prófessor í jarðeðlisfræði, sagði um að ræða mikið stærra gos en árin 2021 og 2022 enn sem komið er. Gæti það verið tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins árið 2021 og þrisvar til fjórum sinnum stærra en gosið í Meradölum í fyrra. Magnús segir gasmökkinn frá gosinu minna sig á eldgosið í Holuhrauni árið 2014.Skjáskot Magnús sagði greinilegt að gosið væri að þróast mjög mikið. Til að mynda leggi mikinn gasmökk frá gosinu og sé hann margfaldur á við hin gosin. Þar komi líklega tvennt til, Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp og sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp. Magnús segir að gasmökkurinn minni töluvert á það sem hann sá í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þá sagði Magnús það geta verið mjög hættulegt að nálgast gosið. Þess vegna eigi enginn erindi þarna nema með fullkominn búnað til að verjast gasi, sem ferðamenn hafi ekki. Hann sagðu lögregluna hafa tekið hárrétta ákvörðun á þessum tímapunkti um að loka svæðinu. Kristín sagði hættusvæðið vera stórt.Skjáskot Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, sagði hættusvæðið vera töluvert stórt og stærra en hraunsprungan því taka þurfi inn í myndina hvar hraunið komi til með að flæða og að kvikugangurinn sé lengri en gossprungan. Talið sé að hann nái að Keili og líklega undir Keili. Elín sagði veðuraðstæður hvað gasið varðar muni batna síðdegis á morgun og annað kvöld.Skjáskot Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, árétti að mjög mikil gasmengun komi frá þessu gosi og ítrekaði að fólk eigi að fylgja lokunum og viðvörunum almannavarna. Þá sagði hún að veðrið á morgun verði svipað fram á síðdegi og annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Þá verði því mikið betri aðstæður hvað gasið varðar.
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna greindi frá því á fundinum að ákveðið hafi verið að loka fyrir aðgengi fólks að gossvæðinu, hættulegt sé að vera þar vegna gasmengunar. Þá biðlaði hún til fólks sem þegar hafði gert sér leið þangað að snúa aftur. Minnir á gosið í Holuhrauni en er þó stærra Magnús Tumi , prófessor í jarðeðlisfræði, sagði um að ræða mikið stærra gos en árin 2021 og 2022 enn sem komið er. Gæti það verið tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins árið 2021 og þrisvar til fjórum sinnum stærra en gosið í Meradölum í fyrra. Magnús segir gasmökkinn frá gosinu minna sig á eldgosið í Holuhrauni árið 2014.Skjáskot Magnús sagði greinilegt að gosið væri að þróast mjög mikið. Til að mynda leggi mikinn gasmökk frá gosinu og sé hann margfaldur á við hin gosin. Þar komi líklega tvennt til, Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp og sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp. Magnús segir að gasmökkurinn minni töluvert á það sem hann sá í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þá sagði Magnús það geta verið mjög hættulegt að nálgast gosið. Þess vegna eigi enginn erindi þarna nema með fullkominn búnað til að verjast gasi, sem ferðamenn hafi ekki. Hann sagðu lögregluna hafa tekið hárrétta ákvörðun á þessum tímapunkti um að loka svæðinu. Kristín sagði hættusvæðið vera stórt.Skjáskot Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, sagði hættusvæðið vera töluvert stórt og stærra en hraunsprungan því taka þurfi inn í myndina hvar hraunið komi til með að flæða og að kvikugangurinn sé lengri en gossprungan. Talið sé að hann nái að Keili og líklega undir Keili. Elín sagði veðuraðstæður hvað gasið varðar muni batna síðdegis á morgun og annað kvöld.Skjáskot Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, árétti að mjög mikil gasmengun komi frá þessu gosi og ítrekaði að fólk eigi að fylgja lokunum og viðvörunum almannavarna. Þá sagði hún að veðrið á morgun verði svipað fram á síðdegi og annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Þá verði því mikið betri aðstæður hvað gasið varðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira