Innlent

Lands­net býr sig undir nokkrar sviðs­myndir á Reykja­nesi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Svo gæti farið að Suðurnesjalína fari undir hraun.
Svo gæti farið að Suðurnesjalína fari undir hraun. Landsnet

Lands­net býr sig nú undir nokkrar sviðs­myndir ef til þess kemur að það muni gjósa á Reykja­nes­skaga og hraun­flæðið myndi ógna flutnings­kerfi raf­magns á svæðinu. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Í einni sviðs­myndinni er gert ráð fyrir því að hraun muni renna til norðurs og stefna á línu­leið Suður­ne­sja­línu 1. Þar er um að ræða línu sem liggur sunnan megin við Reykja­nes­brautina frá Hafnar­firði og að Fitjum í Reykja­nes­bæ og er eina línan sem flytur raf­orku til og frá Suður­nesjum í dag.

Í til­kynningu segir Lands­net að farið hafi verið um svæðið og hættan metin út frá því að hraun myndi renna til norðurs. Ýmsir mögu­leikar hafi verið undir­búnir til að bregðast við.

„Það myndi ef­laust taka ein­hverja daga, fyrir hraunið að komast að línu­far­veginum sem gefur okkur tæki­færi til að verja möstrin með varnar­görðum, styrkja eða fær þau til. Við erum þegar byrjuð að hanna færslur á möstum og að undir­búa efnis­tök, fara yfir hvað þarft til af efni og búnaði, vara­hluti og fleira því tengdu.“

Eyja­rekstur ef Suður­ne­sja­línan fer út fyrir­vara­laust

Þá kemur fram í til­kynningunni að myndi það gerast að Suður­ne­sja­línan skyldi fara út fyrri­vara­laust þá muni taka við svo­kallaður eyja­rekstur. Það þýðir að virkjanirnar á svæðinu, Reykja­nes­virkjun og Svarts­engi, geta séð svæðinu fyrir for­gangs­raf­magni.

„Því til við­bóta er Lands­net til­búið með færan­legt vara­afl sem verður flutt til Suður­nesja komi til þess að línan leysi út. Við erum við­búin með flutnings­aðilum svo hægt verði með stuttum fyrir­vara færa vara­aflið inn á Reykja­nesið svo við gætum brugðist við ef til raf­magns­leysis kæmi.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×