Landsnet býr sig undir nokkrar sviðsmyndir á Reykjanesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 11:48 Svo gæti farið að Suðurnesjalína fari undir hraun. Landsnet Landsnet býr sig nú undir nokkrar sviðsmyndir ef til þess kemur að það muni gjósa á Reykjanesskaga og hraunflæðið myndi ógna flutningskerfi rafmagns á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Í einni sviðsmyndinni er gert ráð fyrir því að hraun muni renna til norðurs og stefna á línuleið Suðurnesjalínu 1. Þar er um að ræða línu sem liggur sunnan megin við Reykjanesbrautina frá Hafnarfirði og að Fitjum í Reykjanesbæ og er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Í tilkynningu segir Landsnet að farið hafi verið um svæðið og hættan metin út frá því að hraun myndi renna til norðurs. Ýmsir möguleikar hafi verið undirbúnir til að bregðast við. „Það myndi eflaust taka einhverja daga, fyrir hraunið að komast að línufarveginum sem gefur okkur tækifæri til að verja möstrin með varnargörðum, styrkja eða fær þau til. Við erum þegar byrjuð að hanna færslur á möstum og að undirbúa efnistök, fara yfir hvað þarft til af efni og búnaði, varahluti og fleira því tengdu.“ Eyjarekstur ef Suðurnesjalínan fer út fyrirvaralaust Þá kemur fram í tilkynningunni að myndi það gerast að Suðurnesjalínan skyldi fara út fyrrivaralaust þá muni taka við svokallaður eyjarekstur. Það þýðir að virkjanirnar á svæðinu, Reykjanesvirkjun og Svartsengi, geta séð svæðinu fyrir forgangsrafmagni. „Því til viðbóta er Landsnet tilbúið með færanlegt varaafl sem verður flutt til Suðurnesja komi til þess að línan leysi út. Við erum viðbúin með flutningsaðilum svo hægt verði með stuttum fyrirvara færa varaaflið inn á Reykjanesið svo við gætum brugðist við ef til rafmagnsleysis kæmi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Vogar Fjarskipti Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Í einni sviðsmyndinni er gert ráð fyrir því að hraun muni renna til norðurs og stefna á línuleið Suðurnesjalínu 1. Þar er um að ræða línu sem liggur sunnan megin við Reykjanesbrautina frá Hafnarfirði og að Fitjum í Reykjanesbæ og er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Í tilkynningu segir Landsnet að farið hafi verið um svæðið og hættan metin út frá því að hraun myndi renna til norðurs. Ýmsir möguleikar hafi verið undirbúnir til að bregðast við. „Það myndi eflaust taka einhverja daga, fyrir hraunið að komast að línufarveginum sem gefur okkur tækifæri til að verja möstrin með varnargörðum, styrkja eða fær þau til. Við erum þegar byrjuð að hanna færslur á möstum og að undirbúa efnistök, fara yfir hvað þarft til af efni og búnaði, varahluti og fleira því tengdu.“ Eyjarekstur ef Suðurnesjalínan fer út fyrirvaralaust Þá kemur fram í tilkynningunni að myndi það gerast að Suðurnesjalínan skyldi fara út fyrrivaralaust þá muni taka við svokallaður eyjarekstur. Það þýðir að virkjanirnar á svæðinu, Reykjanesvirkjun og Svartsengi, geta séð svæðinu fyrir forgangsrafmagni. „Því til viðbóta er Landsnet tilbúið með færanlegt varaafl sem verður flutt til Suðurnesja komi til þess að línan leysi út. Við erum viðbúin með flutningsaðilum svo hægt verði með stuttum fyrirvara færa varaaflið inn á Reykjanesið svo við gætum brugðist við ef til rafmagnsleysis kæmi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Vogar Fjarskipti Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira