Þá verður rætt við jarðeðlisfræðing sem segir afar óvenjulegt að jafn stórir skjálftar og sá sem reið yfir í gærkvöldi fylgi gosbyrjunum. Engin teikn séu þó á lofti um að dregið hafi úr líkum á eldgosi.
Fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd Alþingis telur ólíklegt að formaður nefndarinnar kalli hana saman úr sumarfríi þrátt fyrir að þrír nefndarmenn hafi kallað eftir því. Ræða þurfi bæði Lindarhvolsmálið og söluna á Íslandsbanka en ekkert hafi heyrst í fulltrúum meirihlutans.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.