Erlent

Bátur með rúm­lega 200 innan­borðs týndur við Kanarí­eyjar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ferðin yfir atlantshafið frá Vestur Afríku til Kanaríeyja er afar áhættusöm.
Ferðin yfir atlantshafið frá Vestur Afríku til Kanaríeyja er afar áhættusöm. AP Photo/Jeremias Gonzalez, File

Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð.

Bátsins hefur verið saknað í rúma viku en hjálparsamtök á svæðinu segja hann hafa lagt úr höfn frá borginni Kafountine, sem er í suðurhluta Senegal í Afríku. Um 1700 kílómetrar eru frá Senegal til Tenerife. Samtökin segja fjölda barna vera um borð í bátnum.

Að auki er tveggja annarra flóttamannabáta saknað á sama svæði. Þeir eru taldir hafa verið með tugi manns innanborðs hvor bátur. Aðeins nokkrar vikur eru liðnað frá því að yfirfullur togari sökk undan ströndum Grikklands. Sameinuðu þjóðirnar telja að þar hafi yfir fimmhundruð manns farist.

Sjóferðin frá vesturhluta Afríku og yfir til Kanaríeyja er afar áhættusöm. Bátarnir eru yfirleitt vanbúnir til sjóferða og er talið að á síðasta ári hafi 560 manns farist á þeirri leið. Árið þar á undan var talan enn hærri, eða um 1200 manns.


Tengdar fréttir

Enginn setur börnin sín í bátinn nema sjórinn sé öruggari en landið

Aldrei í sögunni hefur fleira fólk verið á flótta í heiminum. Það er rétt að minna á þá dapurlegu staðreynd í dag, þann 20. júní, á alþjóðadegi flóttafólks, þegar ljósi er varpað á þann vanda sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Foreldrar, börn, systkini, ömmur og afar hafa hrakist heiman frá sér. Frá ættingjum, skólagöngu, vinum, atvinnu, eignum, ættjörð sinni og öðru því sem skiptir fólk máli.

Fimm hundruð enn saknað og að­dragandi ó­ljós

Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag.

Ítalska strandgæslan kemur 1200 til bjargar

Ítalska strandgæslan er nú í tveimur aðskildum aðgerðum þar sem reyn er að bjarga samtals 1200 manns á yfirfullum bátum undan ströndum Sikileyjar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×