Fótbolti

Sjáðu mörkin: Sveinn Aron sá gult þegar Elfs­borg fór á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Aron byrjaði frammi að venju.
Sveinn Aron byrjaði frammi að venju. Twitter@IFElfsborg1904

Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson voru báðir í byrjunarliði Elfsborg þegar liðið pakkaði Davíð Kristjáni Ólafssyni og félögum í Kalmar saman. Sigurinn lyfti Elfsborg upp fyrir Malmö og á topp deildarinnar.

Fyrir leik var ljóst að Elfsborg færi á toppinn með sigri. Sveinn Aron nældi sér í gult spjald áður en Niklas Hult kom gestunum yfir þegar fimm mínútur tæpar voru til loka fyrri hálfleiks.

Það styrkti stöðu gestanna enn fremur þegar Ricardo Friedrich, markvörður Kalmar, óð út úr marki sínu eftir að Hákon Rafn hafði sent langan bolta fram. Friedrich hljóp utan í Alexander Bernhardsson og fékk rauða spjaldið að launum frá dómara leiksinsþ

Jeppe Okkels, sem hafði lagt upp fyrsta mark leiksins, tvöfaldaði forystu Elfsborg tiltölulega snemma í síðari hálfleik og ljóst í hvað stefndi.

Elfsborg gerði svo út um leikinn með tveimur mörkum með skömmu millibili þegar lítið var eftir. Bæði mörkin skráð sem sjálfsmörk.

Hákon Rafn stóð vaktina í marki Elfsborg frá upphafi til enda en Sveinn Aron var tekinn af velli á 71. mínútu. Hinum megin lék Davíð Kristján allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.

Elfsborg er nú á toppi deildarinnar með 35 stig að loknum 14 leikjum með stigi meira en Malmö í 2. sætinu. Kalmar er í 5. sæti með 22 stig.


Tengdar fréttir

Tveir Ís­lendingar komu við sögu í tapi Sirius

Aron Bjarnason og Óli Valur Ómarsson komu báðir við sögu þegar Sirius beið lægri hlut gegn Hammarby í sænska boltanum í dag. Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö FF sem tapaði á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×