Staðan á Reykjanesi eftir daginn í dag Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 00:00 Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan 18 átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Vísir/Arnar Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland segir að staðan á Reykjanesinu sé ennþá óbreytt frá því fyrr í kvöld. Nokkuð kröftugur jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag en ennþá er ekki byrjað að gjósa. Greint var frá því í hádeginu í dag að ný GPS gögn bendi til þess að kvikan á Reykjanesi sé aðeins á kílómetra dýpi eða jafnvel minna. Um eftirmiðdaginn var lítið sem ekkert að frétta af stöðu kvikunnar og staðan nokkuð óbreytt. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Það dró svo til tíðinda um klukkustund síðar þegar jarðskjálfti að stærð 4,5 reið yfir. Sá skjálfti átti upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn. Talið er að það hafi verið um svokallaðan gikkskjálfta að ræða en slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. Eina leiðin að bíða og sjá hvað gerist Síðan sá skjálfti reið yfir hefur staðan þó verið nokkuð róleg. „Það er ekkert akkúrat núna virðist vera. Það virðist allt vera bara eins. Sjáum ekkert þannig á mælunum hjá okkur eða á vefmyndavélum,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV fyrr í kvöld að hann haldi að það sé frekar stutt í gos. Það sagði hann vera vegna þéttra smáskjálfta sem hafa átt sér stað í dag. „Það eru alls konar undanfarar og svona þyrping smáskjálfta er eitt af því. Það kom smá svoleiðis í dag en það kom ekki gos strax í kjölfarið,“ segir Böðvar í tengslum við smáskjálftana. Nú þurfi bara að halda áfram að bíða og sjá hvað gerist. „Það er eiginlega eina leiðin.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Tengdar fréttir Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17 Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Greint var frá því í hádeginu í dag að ný GPS gögn bendi til þess að kvikan á Reykjanesi sé aðeins á kílómetra dýpi eða jafnvel minna. Um eftirmiðdaginn var lítið sem ekkert að frétta af stöðu kvikunnar og staðan nokkuð óbreytt. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Það dró svo til tíðinda um klukkustund síðar þegar jarðskjálfti að stærð 4,5 reið yfir. Sá skjálfti átti upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn. Talið er að það hafi verið um svokallaðan gikkskjálfta að ræða en slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. Eina leiðin að bíða og sjá hvað gerist Síðan sá skjálfti reið yfir hefur staðan þó verið nokkuð róleg. „Það er ekkert akkúrat núna virðist vera. Það virðist allt vera bara eins. Sjáum ekkert þannig á mælunum hjá okkur eða á vefmyndavélum,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV fyrr í kvöld að hann haldi að það sé frekar stutt í gos. Það sagði hann vera vegna þéttra smáskjálfta sem hafa átt sér stað í dag. „Það eru alls konar undanfarar og svona þyrping smáskjálfta er eitt af því. Það kom smá svoleiðis í dag en það kom ekki gos strax í kjölfarið,“ segir Böðvar í tengslum við smáskjálftana. Nú þurfi bara að halda áfram að bíða og sjá hvað gerist. „Það er eiginlega eina leiðin.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Tengdar fréttir Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17 Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17
Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42