Innlent

Jarð­skjálftinn yfir fjórir að stærð

Máni Snær Þorláksson skrifar
Náttúruvárvaktin á Veðurstofu Íslands að fara yfir skjálftann sem reið yfir í kvöld.
Náttúruvárvaktin á Veðurstofu Íslands að fara yfir skjálftann sem reið yfir í kvöld. Vísir/Steingrímur Dúi

Rétt fyrir klukkan 18 fannst snarpur jarðskjálfti vel á suðvesturhorninu. Náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands segir að umræddur skjálfti hafi verið 4,5 að stærð og að hann hafi átt upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn.

Talið er að um svokallaðan gikkskjálfta hafi verið að ræða. Slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. 

Tilkynningar hafa borist Veðurstofu víðsvegar frá suðvesturhorninu um að hann hafi fundist. Samkvæmt lesendum Vísis fannst jarðskjálftinn víða á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Selfossi og Hvolsvelli. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×