Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 11:50 Hrinan er vegna nýs kvikuinnskots á svæðinu, nánar tiltekið á milli Fagradalsfjalls og Keilis og er miðja gangsins talin vera á milli Litla Hrúts og Litla Keilis Vísir/Vilhelm Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. Verulega hefur hægt hefur á jarðhræringum en stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn var rétt eftir klukkan 11 í gærkvöldi og var 4 að stærð. Starfsfólk Veðurstofunnar fundar með almannavörnum klukkan 14 nema eitthvað breytist. „Í raun og veru erum við ekki að sjá breytingar á nýjustu gögnunum. Það er að hægja á breytingunum sem við sáum dálítið dramatískar og túlkunin er sú að þetta sé komið verulega nærri yfirborði,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, og bætir því við að áhrifasvæðið sem um ræðir nái ekki að GPS-stöðinni sem er í eins eða tveggja kílómetra fjarlægð. Hún segir breytingarnar ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun sé að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Frá því að hrinan hófst þann 4. júlí hafa alls mælst um 8.500 skjálftar á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis, sautján hafa verið stærri en fjórir og um 50 yfir þremur.. Einnig hafa kröftugir skjálftar mælst á Reykjaneshrygg við Eldey. Sá stærsti var þar um fimm í morgun og var 4,5 að stærð. En hvernig tengjast skjálftarnir á þessum tveimur stöðum? „Þetta eru ekki gikkskálftar við Eldey. Svæðið þarna er líka virkt en þetta getur tengst spennubreytingum á öllum Reykjanesskaganum. Það hefur mikil áhrif þegar svona mikið er í gangi í jörðinni,“ segir Elísabet og að það hafi róast við Eldey. Hún segir að til skoðunar sé að fara með dróna að svæðinu en að það hafi ekki enn verið tekin ákvörðun um það. „Við erum í viðbragðsstöðu hér.“ Fréttin og fyrirsögn hafa verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45 Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Verulega hefur hægt hefur á jarðhræringum en stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn var rétt eftir klukkan 11 í gærkvöldi og var 4 að stærð. Starfsfólk Veðurstofunnar fundar með almannavörnum klukkan 14 nema eitthvað breytist. „Í raun og veru erum við ekki að sjá breytingar á nýjustu gögnunum. Það er að hægja á breytingunum sem við sáum dálítið dramatískar og túlkunin er sú að þetta sé komið verulega nærri yfirborði,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, og bætir því við að áhrifasvæðið sem um ræðir nái ekki að GPS-stöðinni sem er í eins eða tveggja kílómetra fjarlægð. Hún segir breytingarnar ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun sé að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Frá því að hrinan hófst þann 4. júlí hafa alls mælst um 8.500 skjálftar á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis, sautján hafa verið stærri en fjórir og um 50 yfir þremur.. Einnig hafa kröftugir skjálftar mælst á Reykjaneshrygg við Eldey. Sá stærsti var þar um fimm í morgun og var 4,5 að stærð. En hvernig tengjast skjálftarnir á þessum tveimur stöðum? „Þetta eru ekki gikkskálftar við Eldey. Svæðið þarna er líka virkt en þetta getur tengst spennubreytingum á öllum Reykjanesskaganum. Það hefur mikil áhrif þegar svona mikið er í gangi í jörðinni,“ segir Elísabet og að það hafi róast við Eldey. Hún segir að til skoðunar sé að fara með dróna að svæðinu en að það hafi ekki enn verið tekin ákvörðun um það. „Við erum í viðbragðsstöðu hér.“ Fréttin og fyrirsögn hafa verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45 Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37
Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45
Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent