Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 11:50 Hrinan er vegna nýs kvikuinnskots á svæðinu, nánar tiltekið á milli Fagradalsfjalls og Keilis og er miðja gangsins talin vera á milli Litla Hrúts og Litla Keilis Vísir/Vilhelm Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. Verulega hefur hægt hefur á jarðhræringum en stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn var rétt eftir klukkan 11 í gærkvöldi og var 4 að stærð. Starfsfólk Veðurstofunnar fundar með almannavörnum klukkan 14 nema eitthvað breytist. „Í raun og veru erum við ekki að sjá breytingar á nýjustu gögnunum. Það er að hægja á breytingunum sem við sáum dálítið dramatískar og túlkunin er sú að þetta sé komið verulega nærri yfirborði,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, og bætir því við að áhrifasvæðið sem um ræðir nái ekki að GPS-stöðinni sem er í eins eða tveggja kílómetra fjarlægð. Hún segir breytingarnar ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun sé að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Frá því að hrinan hófst þann 4. júlí hafa alls mælst um 8.500 skjálftar á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis, sautján hafa verið stærri en fjórir og um 50 yfir þremur.. Einnig hafa kröftugir skjálftar mælst á Reykjaneshrygg við Eldey. Sá stærsti var þar um fimm í morgun og var 4,5 að stærð. En hvernig tengjast skjálftarnir á þessum tveimur stöðum? „Þetta eru ekki gikkskálftar við Eldey. Svæðið þarna er líka virkt en þetta getur tengst spennubreytingum á öllum Reykjanesskaganum. Það hefur mikil áhrif þegar svona mikið er í gangi í jörðinni,“ segir Elísabet og að það hafi róast við Eldey. Hún segir að til skoðunar sé að fara með dróna að svæðinu en að það hafi ekki enn verið tekin ákvörðun um það. „Við erum í viðbragðsstöðu hér.“ Fréttin og fyrirsögn hafa verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45 Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Verulega hefur hægt hefur á jarðhræringum en stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn var rétt eftir klukkan 11 í gærkvöldi og var 4 að stærð. Starfsfólk Veðurstofunnar fundar með almannavörnum klukkan 14 nema eitthvað breytist. „Í raun og veru erum við ekki að sjá breytingar á nýjustu gögnunum. Það er að hægja á breytingunum sem við sáum dálítið dramatískar og túlkunin er sú að þetta sé komið verulega nærri yfirborði,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, og bætir því við að áhrifasvæðið sem um ræðir nái ekki að GPS-stöðinni sem er í eins eða tveggja kílómetra fjarlægð. Hún segir breytingarnar ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun sé að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Frá því að hrinan hófst þann 4. júlí hafa alls mælst um 8.500 skjálftar á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis, sautján hafa verið stærri en fjórir og um 50 yfir þremur.. Einnig hafa kröftugir skjálftar mælst á Reykjaneshrygg við Eldey. Sá stærsti var þar um fimm í morgun og var 4,5 að stærð. En hvernig tengjast skjálftarnir á þessum tveimur stöðum? „Þetta eru ekki gikkskálftar við Eldey. Svæðið þarna er líka virkt en þetta getur tengst spennubreytingum á öllum Reykjanesskaganum. Það hefur mikil áhrif þegar svona mikið er í gangi í jörðinni,“ segir Elísabet og að það hafi róast við Eldey. Hún segir að til skoðunar sé að fara með dróna að svæðinu en að það hafi ekki enn verið tekin ákvörðun um það. „Við erum í viðbragðsstöðu hér.“ Fréttin og fyrirsögn hafa verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45 Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37
Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45
Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01