Innlent

Lítið að gerast í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Dregið hefur úr skjálftavirkni við Keili.
Dregið hefur úr skjálftavirkni við Keili. Vísir/Vilhelm

Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig.

Eldgos er ekki hafið enn.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands telst staðan nokkuð óbreytt frá því í gær. Líklega sé kvika að leita ofar en ekki sé hægt að segja nákvæmlega hvað sé að gerast.

Nokkur þúsund jarðskjálftar hafa mælst frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga á þriðjudagskvöld. Frá því á fimmtudaginn hefur dregið töluvert úr skjálftavirkni en það er í samræmi við það sem gerðist í aðdraganda eldgosa á svæðinu í fyrra og árið 2021.

Ríkisútvarpið segir lítinn reyk hafa sést í eldra hrauni við Geldingadali í nótt en það hafi gas líklega verið að brjótast út úr heitu hrauni.


Tengdar fréttir

Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið

Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki.

Tala um að eld­gos hefjist eftir klukku­stundir til daga

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp.

Stefni allt í að gjósi á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis

Það stefnir allt í það að gangurinn undir svæðinu á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis sé að fara að gjósa. Þetta kemur fram í til­kynningu frá rann­sóknar­stofu Há­skóla Ís­lands í eld­fjalla­fræði og náttúru­vá. 7000 skjálftar hafa mælst síðan skjálfta­hrinan hófst á Reykja­nesi þann 4. júlí og inn­flæði kviku er tvö­falt hraðari en í fyrra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×