Íslensk kona stefnir Boston borg: „Hún óttast stöðugt að vera sett í fangelsi“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. júlí 2023 08:06 Í málsgögnum kemur fram að íslenska konan „sé áberandi í forsvari“ fyrir réttindahreyfingu borgara sem gagnrýnt hefur pólitísk stefnumál Michelle Wu, borgarstjóra demókrata í Boston. Getty Íslensk kona sem búsett er í Boston hefur höfðað skaðabótamál á hendur borginni, borgarstjóra og fleiri aðilum fyrir óréttmæta lögsókn sem höfðuð var á hendur henni vegna þjófnaðarbrots á seinasta ári. Heldur konan því fram að brotið hafi verið á stjórnarskrárbundnum réttindum hennar á margvíslegan hátt og fer hún fram á þrjár og hálfa milljón dollara í bætur. Í málsgögnum sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að konan, Sigríður Baldursdóttir, „sé áberandi í forsvari“ fyrir réttindahreyfingu borgara sem gagnrýnt hefur pólitísk stefnumál Michelle Wu, borgarstjóra demókrata í Boston. Þá kemur einnig fram að Sigríður hafi verið áberandi á viðburðum þar sem Michelle Wu hefur komið fram, þar á meðal við minningarathöfn sem haldin var í Boston þann 17. mars 2022. Á ljósmynd sem tekin var af fréttaljósmyndara Boston Herald þennan dag má sjá Sigríði í bakgrunni þar sem hún heldur á skilti þar sem stendur: „Berum Wu út“. Ber fyrir sig miskilning Forsaga málsins er sú að þann 3. febrúar á seinasta ári fóru fram mótmæli fyrir utan heimili borgarstjórans Michelle Wu þar sem hópur fólks safnaðist saman. Um var að ræða eina af mörgum mótmælaaðgerðum á vegum Boston First Responders United- hóps sem var stofnaður í kjölfar þess að Michelle Wu setti á bólusetningarskyldu fyrir alla starfsmenn borgarinnar í desember 2021. Fram kemur að Sigríður Baldursdóttir, íslenska konan sem um ræðir, hafi verið hluti af mótmælendahópnum þennan dag. Kveðst hún hafa staðið fyrir utan heimili borgarstjórans þegar lögreglumaður ýtti henni í burtu til að tryggja að bifreið borgarstjórans gæti keyrt frá húsinu, og um leið hafi líkamsmyndavél lögreglumannsins losnað og dottið á jörðina. Segist Sigríður hafa tekið eftir myndavélinni og haldið að hún væri í eigu annars lögreglumanns sem var á frívakt og var sjálfur þátttakandi í mótmælunum þennan dag. Hún hafi því tekið myndavélina og sett hana inn í bíl umrædds lögreglumanns. Hinn lögreglumaðurinn lagði í kjölfarið fram ákærubeiðni (criminal complaint) á hendur Sigríði og sakaði hana um stuld. Beiðnin var samþykkt af dómara eftir að svokölluð „show cause hearing“ eða óformleg réttarhöld fóru fram og kæra var gefin út í apríl á seinasta ári. Segist ekki skilja ensku Þann 23.mars síðastliðinn lagði Sigríður fram stefnu á hendur Boston borg og Michelle Wu borgarstjóra auk þriggja dómara og fulltrúa við dómstólinn í West Roxbury. Í stefnunni kemur fram að réttarhöldum í málinu hafi ítrekað verið frestað þar sem dómurinn hafi síendurtekið brugðist beiðni Sigríðar um íslenskumælandi túlk. Þá segir einnig í stefnunni að Sigríður hafi á sínum tíma flutt til Boston til að fara í listnám og sé með fasta búsetu í Bandaríkjunum en dvelji til jafns á Íslandi. Hún eigi erfitt með að tjá sig og skilja ensku þar sem hún notist fyrst og fremst við íslensku í daglegu lífi og tjáskiptin sem hafi átt sér stað fyrir dómi séu fyrir henni ,,blaður í röddum.“ Á öðrum stað í stefnunni kemur fram að Sigríður hafi glímt við áfallastreituröskun í gegnum tíðina, sem valdi henni kvíða og ofsahræðslu, og að dráttur málsins undanfarið ár hafi valdið því að hún upplifi „daglega sálarangist“. „Hún óttast stöðugt að vera sett í fangelsi, vera vísað úr landi til Íslands og hún hefur áhyggjur af afkomu sinni, verði hún sakfelld fyrir þjófnað,“ segir í stefnunni og þá kemur fram á öðrum stað að drátturinn á málsmeðferðinni sé „sálræn tortíming fyrir Frú Baldursdóttur“- sem komi frá landi sem aðhyllist málfrelsi og sanngjarna málsmeðferð. Stefna Sigríðar var lögð fram fyrir undirrétti í Suffolk í mars síðastliðnum en þann 22. júní síðastliðinn fór Boston borg fram á að málið yrði tekið fyrir hjá alríkisdómstól þar sem að um sé ræða stefnu sem snúist um stjórnarskrártengd efni. Íslendingar erlendis Dómsmál Bandaríkin Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Í málsgögnum sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að konan, Sigríður Baldursdóttir, „sé áberandi í forsvari“ fyrir réttindahreyfingu borgara sem gagnrýnt hefur pólitísk stefnumál Michelle Wu, borgarstjóra demókrata í Boston. Þá kemur einnig fram að Sigríður hafi verið áberandi á viðburðum þar sem Michelle Wu hefur komið fram, þar á meðal við minningarathöfn sem haldin var í Boston þann 17. mars 2022. Á ljósmynd sem tekin var af fréttaljósmyndara Boston Herald þennan dag má sjá Sigríði í bakgrunni þar sem hún heldur á skilti þar sem stendur: „Berum Wu út“. Ber fyrir sig miskilning Forsaga málsins er sú að þann 3. febrúar á seinasta ári fóru fram mótmæli fyrir utan heimili borgarstjórans Michelle Wu þar sem hópur fólks safnaðist saman. Um var að ræða eina af mörgum mótmælaaðgerðum á vegum Boston First Responders United- hóps sem var stofnaður í kjölfar þess að Michelle Wu setti á bólusetningarskyldu fyrir alla starfsmenn borgarinnar í desember 2021. Fram kemur að Sigríður Baldursdóttir, íslenska konan sem um ræðir, hafi verið hluti af mótmælendahópnum þennan dag. Kveðst hún hafa staðið fyrir utan heimili borgarstjórans þegar lögreglumaður ýtti henni í burtu til að tryggja að bifreið borgarstjórans gæti keyrt frá húsinu, og um leið hafi líkamsmyndavél lögreglumannsins losnað og dottið á jörðina. Segist Sigríður hafa tekið eftir myndavélinni og haldið að hún væri í eigu annars lögreglumanns sem var á frívakt og var sjálfur þátttakandi í mótmælunum þennan dag. Hún hafi því tekið myndavélina og sett hana inn í bíl umrædds lögreglumanns. Hinn lögreglumaðurinn lagði í kjölfarið fram ákærubeiðni (criminal complaint) á hendur Sigríði og sakaði hana um stuld. Beiðnin var samþykkt af dómara eftir að svokölluð „show cause hearing“ eða óformleg réttarhöld fóru fram og kæra var gefin út í apríl á seinasta ári. Segist ekki skilja ensku Þann 23.mars síðastliðinn lagði Sigríður fram stefnu á hendur Boston borg og Michelle Wu borgarstjóra auk þriggja dómara og fulltrúa við dómstólinn í West Roxbury. Í stefnunni kemur fram að réttarhöldum í málinu hafi ítrekað verið frestað þar sem dómurinn hafi síendurtekið brugðist beiðni Sigríðar um íslenskumælandi túlk. Þá segir einnig í stefnunni að Sigríður hafi á sínum tíma flutt til Boston til að fara í listnám og sé með fasta búsetu í Bandaríkjunum en dvelji til jafns á Íslandi. Hún eigi erfitt með að tjá sig og skilja ensku þar sem hún notist fyrst og fremst við íslensku í daglegu lífi og tjáskiptin sem hafi átt sér stað fyrir dómi séu fyrir henni ,,blaður í röddum.“ Á öðrum stað í stefnunni kemur fram að Sigríður hafi glímt við áfallastreituröskun í gegnum tíðina, sem valdi henni kvíða og ofsahræðslu, og að dráttur málsins undanfarið ár hafi valdið því að hún upplifi „daglega sálarangist“. „Hún óttast stöðugt að vera sett í fangelsi, vera vísað úr landi til Íslands og hún hefur áhyggjur af afkomu sinni, verði hún sakfelld fyrir þjófnað,“ segir í stefnunni og þá kemur fram á öðrum stað að drátturinn á málsmeðferðinni sé „sálræn tortíming fyrir Frú Baldursdóttur“- sem komi frá landi sem aðhyllist málfrelsi og sanngjarna málsmeðferð. Stefna Sigríðar var lögð fram fyrir undirrétti í Suffolk í mars síðastliðnum en þann 22. júní síðastliðinn fór Boston borg fram á að málið yrði tekið fyrir hjá alríkisdómstól þar sem að um sé ræða stefnu sem snúist um stjórnarskrártengd efni.
Íslendingar erlendis Dómsmál Bandaríkin Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira