Fótbolti

Midtjylland kynnir Sverri Inga með dramatísku myndbandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason í leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM í síðasta mánuði.
Sverrir Ingi Ingason í leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM í síðasta mánuði. vísir/vilhelm

Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er genginn í raðir Midtjylland í Danmörku frá PAOK í Grikklandi.

Midtjylland kynnti Sverri til leiks í morgun með afar dramatísku myndbandi þar sem þrumur og eldingar og eldgos koma við sögu. Þá sést Sverrir með íslenska fánann á bakinu, sem eins konar skikkju.

Sverrir, sem verður þrítugur í næsta mánuði, lék með PAOK í fjögur ár. Hann varð grískur meistari með liðinu 2019 og bikarmeistari 2019 og 2021.

Sverrir hefur leikið erlendis síðan 2014. Fyrst hjá Viking í Noregi, svo hjá Lokeren í Belgíu, stoppaði síðan stutt við hjá Granada á Spáni áður en hann fór til Rostov í Rússlandi. Hér heima lék Sverrir með Breiðabliki.

Hann hefur leikið 42 landsleiki og skorað þrjú mörk. Öll komu mörkin árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×