Fótbolti

Bikarúrslitaleik kvenna flýtt um einn dag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Úrslitaleik Mjólkubikars kvenna í knattspyrnu hefur verið flýtt um einn dag.
Úrslitaleik Mjólkubikars kvenna í knattspyrnu hefur verið flýtt um einn dag. Vísir/Diego

Leik Breiðabliks og Víkings í úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefur verið flýtt um einn dag.

Frá þessu er greint á heimasaíðu Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, en upphaflega átti að spila leikinn laugardaginn 12. ágúst. Nú hefur leiknum hins vegar verið flýtt um einn dag og hann verður því spilaður föstudagskvöldið 11. ágúst klukkan 19:00.

Eins og áður segir eru það Breiðablik og Víkingur sem mætast í úrslitum. Breiðablik trónir á toppi Bestu-deildarinnar, en Víkingur á toppi Lengjudeildarinnar.

Þá eru Blikar í leit að sínum fjórtánda bikarmeistaratitli í kvennaflokki á meðan Víkingar freista þess að hampa titlinum í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×