„Þetta er blaut tuska í andlitið“ Íris Hauksdóttir skrifar 6. júlí 2023 17:01 Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni sem tekin hefur verið úr sýningu einungis 48 dögum eftir frumsýningu. Kvikmyndin Crater var frumsýnd þann 12.maí síðastliðinn en hefur nú verið tekin úr sýningum vegna lítils áhorfs. Myndin sem var í eigu Disney+ og sýnd þar við litlar undirtektir en ástæðuna má rekja til skorts á auglýsingum. Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni og segir þetta eins og blauta tusku í andlit fólksins sem starfaði við myndina. „Þetta átti að verða næsta stóra fjölskyldubíómyndin fyrir Disney,“ segir Unnur í samtali við blaðakonu. „Hún gerist í geimnum og var mjög dýr í framleiðslu. Mér skylst að hún hafi kostað rúmlega 53 milljónir Bandaríkjadala og var því gríðarlega stórt verkefni. Hún fór beint inn á Disney+ en fyrirtækið ákvað að spara allan auglýsingakostnað svo eðlilega fékk hún ekki það áhorf sem hún hefði átt skilið. Eftir tæpa tvo mánuði var hún því fjarlægð af streymisveitunni. Henni var hreinlega hent í ruslið.“ Upplifir versta dag lífs síns Hluti myndarinnar var tekin upp á Íslandi en þau McKenna sem flestir þekkja sem Grace í The Handmaid´s Tale og rapparinn Kid Cudi voru meðal þeirra sem léku í myndinni. Unnur heyrði sjálf í leikstjóranum Kyle Patrick Alvarez sem sagðist vera miður sín. Leikstjóri myndarinnar Kyle Patrick Alvarez „Hann sagðist vera að upplifa versta dag lífs síns. Honum var bara tilkynnt þetta samdægurs. Vanvirðingin er svakaleg og rennandi blaut tuska í andlitið á fólkinu sem kom að gerð myndarinnar. Margra ára vinnu þess er bara hent í ruslið. Þetta er en ein birtingamynd þess að stóru framleiðslufyrirtækjunum er slétt sama um listamennina.“ Afskrifa verkefnið til að komast undan skatti Unnur segir ástæðuna ekki aðeins dræmu áhorfi að kenna, málið sé flóknara en það. „Disney tók ákvörðun um að leggja ekkert fjármagn í markaðssetningu myndarinnar sem reitti marga sem unnu að myndinni til reiði. Kvikmyndin Crater fékk aðeins 48 daga í sýningu. Það er gjörsamlega galið að eyða tugum milljóna í að taka upp mynd en týma svo ekki að splæsa í nokkrar Facebook auglýsingar og leyfa myndinni ekki að sitja inni í meira en 48 daga svo hún geti fundið sér 'organic' áhorfendur. En með því að taka myndina úr sýningu getur fyrirtækið afskrifað verkefnið til skatts (tax break). Margra ára vinnu hent í ruslið Listamenn hér úti fá greidd sýningargjöld eftir því hvort myndin er sýnd eða seld áfram. Með því að taka myndina 100% úr sýningu sleppir Disney við að borga listamönnum þessi gjöld. Tapið fyrir mig persónulega er ekki mikið enda vann ég bara að myndinni í nokkra daga en fyrir leikstjórann er þetta eins og að henda mörgum árum í ruslið.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
„Þetta átti að verða næsta stóra fjölskyldubíómyndin fyrir Disney,“ segir Unnur í samtali við blaðakonu. „Hún gerist í geimnum og var mjög dýr í framleiðslu. Mér skylst að hún hafi kostað rúmlega 53 milljónir Bandaríkjadala og var því gríðarlega stórt verkefni. Hún fór beint inn á Disney+ en fyrirtækið ákvað að spara allan auglýsingakostnað svo eðlilega fékk hún ekki það áhorf sem hún hefði átt skilið. Eftir tæpa tvo mánuði var hún því fjarlægð af streymisveitunni. Henni var hreinlega hent í ruslið.“ Upplifir versta dag lífs síns Hluti myndarinnar var tekin upp á Íslandi en þau McKenna sem flestir þekkja sem Grace í The Handmaid´s Tale og rapparinn Kid Cudi voru meðal þeirra sem léku í myndinni. Unnur heyrði sjálf í leikstjóranum Kyle Patrick Alvarez sem sagðist vera miður sín. Leikstjóri myndarinnar Kyle Patrick Alvarez „Hann sagðist vera að upplifa versta dag lífs síns. Honum var bara tilkynnt þetta samdægurs. Vanvirðingin er svakaleg og rennandi blaut tuska í andlitið á fólkinu sem kom að gerð myndarinnar. Margra ára vinnu þess er bara hent í ruslið. Þetta er en ein birtingamynd þess að stóru framleiðslufyrirtækjunum er slétt sama um listamennina.“ Afskrifa verkefnið til að komast undan skatti Unnur segir ástæðuna ekki aðeins dræmu áhorfi að kenna, málið sé flóknara en það. „Disney tók ákvörðun um að leggja ekkert fjármagn í markaðssetningu myndarinnar sem reitti marga sem unnu að myndinni til reiði. Kvikmyndin Crater fékk aðeins 48 daga í sýningu. Það er gjörsamlega galið að eyða tugum milljóna í að taka upp mynd en týma svo ekki að splæsa í nokkrar Facebook auglýsingar og leyfa myndinni ekki að sitja inni í meira en 48 daga svo hún geti fundið sér 'organic' áhorfendur. En með því að taka myndina úr sýningu getur fyrirtækið afskrifað verkefnið til skatts (tax break). Margra ára vinnu hent í ruslið Listamenn hér úti fá greidd sýningargjöld eftir því hvort myndin er sýnd eða seld áfram. Með því að taka myndina 100% úr sýningu sleppir Disney við að borga listamönnum þessi gjöld. Tapið fyrir mig persónulega er ekki mikið enda vann ég bara að myndinni í nokkra daga en fyrir leikstjórann er þetta eins og að henda mörgum árum í ruslið.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira