Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Máni Snær Þorláksson skrifar 6. júlí 2023 10:35 Sveinn Birkir Björnsson segir að eldgos muni ekki hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til landsins til skemmri tíma. Íslandsstofa Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. „Ef maður má vera með ákveðna væntingastjórnun hérna þá mun þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á komu ferðamanna, allavega til skemmri tíma,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu í samtali við Bítið á Bylgjunni. Ástæðan fyrir því sé helst sú að þó svo að fólk vilji koma og sjá eldgosið þá sé það erfitt. „Segjum að það hefst gos bara eftir hádegi og fólk myndi vilja koma og sjá það, þá mun það bara lenda í vandræðum með að finna hótelherbergi, það mun lenda í vandræðum með að finna flugsæti og annað því bókunarstaðan á Íslandi er ákaflega sterk í augnablikinu.“ Erfitt að lofa eldgosum Sveinn segir að til lengri tíma litið séu eldgos jákvæð fyrir ímynd landsins, þó svo að þau séu ekki mjög lengi í gangi. „Þetta hefur afskaplega góð áhrif á ímynd Íslands sem ævintýralegur áfangastaður. Þetta eykur svona kannski ævintýraljómann af landinu,“ segir hann. „Þessi ímynd að Ísland sé staður þar sem þú getur komið og upplifað náttúru, komist í nálægð við náttúruöflin, hvort sem það eru norðurljós, jöklar eða eldgos, hún styrkist mjög mikið. Til lengri tíma þá hjálpar þetta mikið ímyndinni og kannski eykur áhugann á að ferðast.“ Þá segir Sveinn að Íslandsstofa sé ekki mikið í því að nota eldgos við markaðssetningu fyrir landið. „Við erum svolítið meira að vinna með upplifunina og ævintýraljómann af áfangastaðnum Íslandi,“ segir hann. „Það er erfitt að vinna með eldgos beint því maður er dálítið að lofa upp í ermina á sér, það er afskaplega erfitt að lofa því að hér verði eldgos þegar fólk kemur eftir tvö ár eða hvenær sem þú ert að skipuleggja ferðina þína.“ Þess vegna sé stigið varlega til jarðar með að nota myndefni af eldgosum. „Því það er erfitt að lofa þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
„Ef maður má vera með ákveðna væntingastjórnun hérna þá mun þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á komu ferðamanna, allavega til skemmri tíma,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu í samtali við Bítið á Bylgjunni. Ástæðan fyrir því sé helst sú að þó svo að fólk vilji koma og sjá eldgosið þá sé það erfitt. „Segjum að það hefst gos bara eftir hádegi og fólk myndi vilja koma og sjá það, þá mun það bara lenda í vandræðum með að finna hótelherbergi, það mun lenda í vandræðum með að finna flugsæti og annað því bókunarstaðan á Íslandi er ákaflega sterk í augnablikinu.“ Erfitt að lofa eldgosum Sveinn segir að til lengri tíma litið séu eldgos jákvæð fyrir ímynd landsins, þó svo að þau séu ekki mjög lengi í gangi. „Þetta hefur afskaplega góð áhrif á ímynd Íslands sem ævintýralegur áfangastaður. Þetta eykur svona kannski ævintýraljómann af landinu,“ segir hann. „Þessi ímynd að Ísland sé staður þar sem þú getur komið og upplifað náttúru, komist í nálægð við náttúruöflin, hvort sem það eru norðurljós, jöklar eða eldgos, hún styrkist mjög mikið. Til lengri tíma þá hjálpar þetta mikið ímyndinni og kannski eykur áhugann á að ferðast.“ Þá segir Sveinn að Íslandsstofa sé ekki mikið í því að nota eldgos við markaðssetningu fyrir landið. „Við erum svolítið meira að vinna með upplifunina og ævintýraljómann af áfangastaðnum Íslandi,“ segir hann. „Það er erfitt að vinna með eldgos beint því maður er dálítið að lofa upp í ermina á sér, það er afskaplega erfitt að lofa því að hér verði eldgos þegar fólk kemur eftir tvö ár eða hvenær sem þú ert að skipuleggja ferðina þína.“ Þess vegna sé stigið varlega til jarðar með að nota myndefni af eldgosum. „Því það er erfitt að lofa þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira