Fótbolti

Grindvíkingar upp í þriðja sæti eftir dramatískan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sandra Sigurðardóttir stóð í marki Grindvíkinga í kvöld. Hún kom á neyðarláni til félagsins eftir að báðir markverðir liðsins meiddust.
Sandra Sigurðardóttir stóð í marki Grindvíkinga í kvöld. Hún kom á neyðarláni til félagsins eftir að báðir markverðir liðsins meiddust. Vísir/sjj

Grindavík vann dramatískan 1-0 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna.

Leikurinn var hluti af tíundu umferð sem hófst í gær með viðrueign Augnabliks og HK þar sem HK-ingar unnu öruggan 5-2 útisigur gegn botnliðinu.

Lengst af leit út fyrir að liðin myndu skipta stigunum bróðurlega á milli sín í leik kvöldsins, en það var ekki fyrr en að komið var fram yfir uppgefinn uppbótartíma að það dró loksins til tíðinda.

Jada Col­bert nýtti sér þá vandræðagang Elaina La Macchia í marki Fram og mokaði boltanum yfir línuna eftir að markvörðurinn hafði misst fyrirgjöf úr höndum sér. Þetta reyndist seinasta spyrna leiksins og niðurstaðan varð því dramatískur 1-0 sigur Grindavíkur.

Með sigrinum lyfti Grindavík sér upp í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig eftir tíu leiki og liðið er nú taplaust í síðustu fimm leikjum. Fram situr hins vegar í sjöunda sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×