Fótbolti

Luis Enrique tekur við liði Paris Saint Germain

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Enrique í sínum síðasta leik með landslið Spánar þar sem liðið datt út á móti Marokkó á HM í Katar 2022.
Luis Enrique í sínum síðasta leik með landslið Spánar þar sem liðið datt út á móti Marokkó á HM í Katar 2022. Getty/Ian MacNicol

Spánverjinn Luis Enrique er næsti þjálfari franska stórliðsins Paris Saint Germain.

Franska félagið staðfesti fyrr í dag að Christophe Galtier myndi hætta með liðið og nú er ljóst að eftirmaður hans verður Enrique.

Luis Enrique er fyrrum þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins. Hann fær nú það krefjandi verkefni að ná langþráður Evrópumeistaratitli í hús í París.

Undir hans stjórn vann Barcelona Meistaradeildina, deildina og spænska bikarinn á hans fyrsta tímabili á Nývangi. Enrique vann spænsku deildina aftur og bikarinn tvisvar til viðbótar áður en hann hætti með Barcelona.

Lionel Messi spilaði undir hans stjórn hjá Barcelona en Argentínumaðurinn hætti hjá liðinu í sumar og fór á frjálsri sölu til Inter Miami í Bandaríkjunum.

Síðasta þjálfarastarf Enrique var með spænska landsliðið á HM í Katar 2022.

PSG varð franskur meistari undir stjórn Galtier en datt úr út sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Bayern München.

PSG hóf viðræður við Julian Nagelsmann en ekkert varð úr þeirri ráðningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×