Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólosseum Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2023 13:13 Ivan Dimitrov er 27 ára fitness-þjálfari frá Bristol. Hann rataði í fréttirnar eftir að hafa skorið „Ivan + Haley 23“ á einn vegg Kólosseum. AP Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum. Guardian segir frá því að umræddur ferðamaður heiti Ivan Dimitrov og sé 27 ára fitness-þjálfari frá Bristol. Hann hafi skorið „Ivan + Haley 23“ á einn vegg hringleikahússins. Málið rataði í fréttirnar þegar menningarmálaráðherra Ítalíu, Gennaro Sangiuliano, vakti athygli athæfi mannsins. Birti ráðherrann myndband sem birst hafði annars staðar á samfélagsmiðlum og mynd af Ivan þar sem búið var að gera andlit hans óskýrt. Sangiuliano sagði á Twitter að hann taldi athæfið mjög alvarlegt, ósæmilegt og merki um mikinn dónaskap að vanvirða einn frægasta stað í heimi með þessum hætti. Krafðist ráðherrann þess að manninum yrði refsað, en lögregla á Ítalíu tókst loks að hafa uppi á manninum í Englandi eftir fimm daga leit. Dimitrov hefur nú sent Roberto Gualtieri, borgarstjóra Rómar, bréf þar sem biður hann og ítölsku þjóðina afsökunar á málinu. Hann hafi á engan hátt gert sér grein fyrir alvarleika málsins þegar hann hafi skorið nöfnin í vegginn. Lögregla á Ítalíu er með málið nú til rannsóknar og verði Dimitrov fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér greiðslu sektar, milli 300 þúsund og 2,2 milljóna króna, auk fangelsisvistar. Kólosseum var reist í stjórnartíð Títusar Rómarkeisara á fyrstu öld eftir Krist. Ítalía Fornminjar England Bretland Tengdar fréttir Ferðamaður skar nafn unnustu sinnar á vegg Kólosseum Menningarmálaráðherra Ítalíu vill að ferðamanni sem skar nafn sitt og unnustu sinnar á vegg hringleikahússins Kolossum í Róm verði refsað. Myndband var tekið af manninum þar sem hann skar nafnið og það birt á samfélagsmiðlum. 27. júní 2023 07:51 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Guardian segir frá því að umræddur ferðamaður heiti Ivan Dimitrov og sé 27 ára fitness-þjálfari frá Bristol. Hann hafi skorið „Ivan + Haley 23“ á einn vegg hringleikahússins. Málið rataði í fréttirnar þegar menningarmálaráðherra Ítalíu, Gennaro Sangiuliano, vakti athygli athæfi mannsins. Birti ráðherrann myndband sem birst hafði annars staðar á samfélagsmiðlum og mynd af Ivan þar sem búið var að gera andlit hans óskýrt. Sangiuliano sagði á Twitter að hann taldi athæfið mjög alvarlegt, ósæmilegt og merki um mikinn dónaskap að vanvirða einn frægasta stað í heimi með þessum hætti. Krafðist ráðherrann þess að manninum yrði refsað, en lögregla á Ítalíu tókst loks að hafa uppi á manninum í Englandi eftir fimm daga leit. Dimitrov hefur nú sent Roberto Gualtieri, borgarstjóra Rómar, bréf þar sem biður hann og ítölsku þjóðina afsökunar á málinu. Hann hafi á engan hátt gert sér grein fyrir alvarleika málsins þegar hann hafi skorið nöfnin í vegginn. Lögregla á Ítalíu er með málið nú til rannsóknar og verði Dimitrov fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér greiðslu sektar, milli 300 þúsund og 2,2 milljóna króna, auk fangelsisvistar. Kólosseum var reist í stjórnartíð Títusar Rómarkeisara á fyrstu öld eftir Krist.
Ítalía Fornminjar England Bretland Tengdar fréttir Ferðamaður skar nafn unnustu sinnar á vegg Kólosseum Menningarmálaráðherra Ítalíu vill að ferðamanni sem skar nafn sitt og unnustu sinnar á vegg hringleikahússins Kolossum í Róm verði refsað. Myndband var tekið af manninum þar sem hann skar nafnið og það birt á samfélagsmiðlum. 27. júní 2023 07:51 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Ferðamaður skar nafn unnustu sinnar á vegg Kólosseum Menningarmálaráðherra Ítalíu vill að ferðamanni sem skar nafn sitt og unnustu sinnar á vegg hringleikahússins Kolossum í Róm verði refsað. Myndband var tekið af manninum þar sem hann skar nafnið og það birt á samfélagsmiðlum. 27. júní 2023 07:51