Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólosseum Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2023 13:13 Ivan Dimitrov er 27 ára fitness-þjálfari frá Bristol. Hann rataði í fréttirnar eftir að hafa skorið „Ivan + Haley 23“ á einn vegg Kólosseum. AP Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum. Guardian segir frá því að umræddur ferðamaður heiti Ivan Dimitrov og sé 27 ára fitness-þjálfari frá Bristol. Hann hafi skorið „Ivan + Haley 23“ á einn vegg hringleikahússins. Málið rataði í fréttirnar þegar menningarmálaráðherra Ítalíu, Gennaro Sangiuliano, vakti athygli athæfi mannsins. Birti ráðherrann myndband sem birst hafði annars staðar á samfélagsmiðlum og mynd af Ivan þar sem búið var að gera andlit hans óskýrt. Sangiuliano sagði á Twitter að hann taldi athæfið mjög alvarlegt, ósæmilegt og merki um mikinn dónaskap að vanvirða einn frægasta stað í heimi með þessum hætti. Krafðist ráðherrann þess að manninum yrði refsað, en lögregla á Ítalíu tókst loks að hafa uppi á manninum í Englandi eftir fimm daga leit. Dimitrov hefur nú sent Roberto Gualtieri, borgarstjóra Rómar, bréf þar sem biður hann og ítölsku þjóðina afsökunar á málinu. Hann hafi á engan hátt gert sér grein fyrir alvarleika málsins þegar hann hafi skorið nöfnin í vegginn. Lögregla á Ítalíu er með málið nú til rannsóknar og verði Dimitrov fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér greiðslu sektar, milli 300 þúsund og 2,2 milljóna króna, auk fangelsisvistar. Kólosseum var reist í stjórnartíð Títusar Rómarkeisara á fyrstu öld eftir Krist. Ítalía Fornminjar England Bretland Tengdar fréttir Ferðamaður skar nafn unnustu sinnar á vegg Kólosseum Menningarmálaráðherra Ítalíu vill að ferðamanni sem skar nafn sitt og unnustu sinnar á vegg hringleikahússins Kolossum í Róm verði refsað. Myndband var tekið af manninum þar sem hann skar nafnið og það birt á samfélagsmiðlum. 27. júní 2023 07:51 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Guardian segir frá því að umræddur ferðamaður heiti Ivan Dimitrov og sé 27 ára fitness-þjálfari frá Bristol. Hann hafi skorið „Ivan + Haley 23“ á einn vegg hringleikahússins. Málið rataði í fréttirnar þegar menningarmálaráðherra Ítalíu, Gennaro Sangiuliano, vakti athygli athæfi mannsins. Birti ráðherrann myndband sem birst hafði annars staðar á samfélagsmiðlum og mynd af Ivan þar sem búið var að gera andlit hans óskýrt. Sangiuliano sagði á Twitter að hann taldi athæfið mjög alvarlegt, ósæmilegt og merki um mikinn dónaskap að vanvirða einn frægasta stað í heimi með þessum hætti. Krafðist ráðherrann þess að manninum yrði refsað, en lögregla á Ítalíu tókst loks að hafa uppi á manninum í Englandi eftir fimm daga leit. Dimitrov hefur nú sent Roberto Gualtieri, borgarstjóra Rómar, bréf þar sem biður hann og ítölsku þjóðina afsökunar á málinu. Hann hafi á engan hátt gert sér grein fyrir alvarleika málsins þegar hann hafi skorið nöfnin í vegginn. Lögregla á Ítalíu er með málið nú til rannsóknar og verði Dimitrov fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér greiðslu sektar, milli 300 þúsund og 2,2 milljóna króna, auk fangelsisvistar. Kólosseum var reist í stjórnartíð Títusar Rómarkeisara á fyrstu öld eftir Krist.
Ítalía Fornminjar England Bretland Tengdar fréttir Ferðamaður skar nafn unnustu sinnar á vegg Kólosseum Menningarmálaráðherra Ítalíu vill að ferðamanni sem skar nafn sitt og unnustu sinnar á vegg hringleikahússins Kolossum í Róm verði refsað. Myndband var tekið af manninum þar sem hann skar nafnið og það birt á samfélagsmiðlum. 27. júní 2023 07:51 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Ferðamaður skar nafn unnustu sinnar á vegg Kólosseum Menningarmálaráðherra Ítalíu vill að ferðamanni sem skar nafn sitt og unnustu sinnar á vegg hringleikahússins Kolossum í Róm verði refsað. Myndband var tekið af manninum þar sem hann skar nafnið og það birt á samfélagsmiðlum. 27. júní 2023 07:51