Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2023 09:01 Svava Kristín með fjörugum Frömurum sem nutu lífsins í Eyjum um síðustu helgi. Stöð 2 Sport Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. „Mótið í ár er jafnglæsilegt og síðustu ár. Eftir fjörutíu ára reynslu Eyjamanna þá gengur allt saman smurt fyrir sig, og lítið mál að halda utan um þá þúsund keppendur sem hingað eru komnir, til þess eins að gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera; Jú, að spila fótbolta,“ sagði Svava Kristín áður en hún tók púlsinn á nokkrum eldhressum keppendum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Orkumótið 2023 „Þessi hérna lokaði bara sjoppunni,“ sagði FH-ingur og benti á vin sinn úr vörninni, eftir sigur á Þrótti. „Hann varði sko frá Ronaldo!“ sagði ekki síður hress Bliki, um þjálfara sinn Gunnleif Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem naut þess að vera á mótinu og sagði það dýrmætt fyrir strákana: „Tapa, gráta, hlæja og sigra“ „Það er mikilvægt fyrir þá að læra allt hérna. Tapa, gráta, hlæja og sigra. Allan pakkann,“ sagði Gunnleifur sem virtist ekki síður hafa gaman af að vera á mótinu sem þjálfari en leikmaður: „Það er bara best í heimi. Að sjá þessa gæja upplifa þetta allt, og koma síðan þroskaðri og vonandi betri manneskjur og fótboltamenn til baka, það er bara stórkostlegt. Forréttindi að fá að vera hérna,“ sagði Gunnleifur. „Ómetanlegt að vera hérna“ Sveitungi hans úr Kópavogi, Ómar Ingi Guðmundsson, sleppir heldur ekki tækifærinu á að fara á mótið þó að hann sé þjálfari meistaraflokks HK. Hann þjálfar einnig stráka í 6. flokk. „Þetta verða ómetanlegar minningar fyrir þá og maður veit það því maður umgengst enn í dag, í meistaraflokksliði mínu, stráka sem ég var með hérna. Það er ómetanlegt að vera hérna, með bestu vinunum, og sérstaklega ef það gengur vel og veðrið er gott. Þá er þetta bara frábært,“ sagði Ómar Ingi. Svava spjallaði við mun fleiri, þar á meðal vinsælasta manninn á svæðinu að því er virtist, Einsa kalda, sem sá til þess að strákarnir fengju nóg að borða, og söngvarann Jón Jónsson sem fékk alla með sér í nýja laginu Fótbolti úti í Eyjum. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Stjörnumenn höfðu að lokum betur og fögnuðu vel og innilega, eins og sjá má í þættinum hér að ofan. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um N1-mótið sem nú er í fullum gangi á Akureyri. Sumarmótin Vestmannaeyjar Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira
„Mótið í ár er jafnglæsilegt og síðustu ár. Eftir fjörutíu ára reynslu Eyjamanna þá gengur allt saman smurt fyrir sig, og lítið mál að halda utan um þá þúsund keppendur sem hingað eru komnir, til þess eins að gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera; Jú, að spila fótbolta,“ sagði Svava Kristín áður en hún tók púlsinn á nokkrum eldhressum keppendum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Orkumótið 2023 „Þessi hérna lokaði bara sjoppunni,“ sagði FH-ingur og benti á vin sinn úr vörninni, eftir sigur á Þrótti. „Hann varði sko frá Ronaldo!“ sagði ekki síður hress Bliki, um þjálfara sinn Gunnleif Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem naut þess að vera á mótinu og sagði það dýrmætt fyrir strákana: „Tapa, gráta, hlæja og sigra“ „Það er mikilvægt fyrir þá að læra allt hérna. Tapa, gráta, hlæja og sigra. Allan pakkann,“ sagði Gunnleifur sem virtist ekki síður hafa gaman af að vera á mótinu sem þjálfari en leikmaður: „Það er bara best í heimi. Að sjá þessa gæja upplifa þetta allt, og koma síðan þroskaðri og vonandi betri manneskjur og fótboltamenn til baka, það er bara stórkostlegt. Forréttindi að fá að vera hérna,“ sagði Gunnleifur. „Ómetanlegt að vera hérna“ Sveitungi hans úr Kópavogi, Ómar Ingi Guðmundsson, sleppir heldur ekki tækifærinu á að fara á mótið þó að hann sé þjálfari meistaraflokks HK. Hann þjálfar einnig stráka í 6. flokk. „Þetta verða ómetanlegar minningar fyrir þá og maður veit það því maður umgengst enn í dag, í meistaraflokksliði mínu, stráka sem ég var með hérna. Það er ómetanlegt að vera hérna, með bestu vinunum, og sérstaklega ef það gengur vel og veðrið er gott. Þá er þetta bara frábært,“ sagði Ómar Ingi. Svava spjallaði við mun fleiri, þar á meðal vinsælasta manninn á svæðinu að því er virtist, Einsa kalda, sem sá til þess að strákarnir fengju nóg að borða, og söngvarann Jón Jónsson sem fékk alla með sér í nýja laginu Fótbolti úti í Eyjum. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Stjörnumenn höfðu að lokum betur og fögnuðu vel og innilega, eins og sjá má í þættinum hér að ofan. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um N1-mótið sem nú er í fullum gangi á Akureyri.
Sumarmótin Vestmannaeyjar Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira