Orlando bar þá sigurorð af Toronto á heimavelli sínum í Flórída, 4-0. Þetta var annar sigur liðsins í röð.
Orlando byrjaði leikinn af krafti og um miðjan fyrri hálfleik var staðan orðin 2-0. Cesar Araujo kom heimamönnum yfir á 16. mínútu og sex mínútum síðar jók Duncan McGuire muninn í 2-0.
Dagur kom inn á sem varamaður á 68. mínútu. Níu mínútum síðar fékk hann sendingu inn fyrir vörn Toronto frá Araujo. Hann lék á markvörðinn Greg Ranjitsingh og renndi boltanum í autt markið. Þetta var fyrsta mark Dags fyrir Orlando í MLS. Markið má sjá hér fyrir neðan.
Dagur Thórhallsson rounds the keeper and surely seals the win.
— Major League Soccer (@MLS) July 5, 2023
His first MLS goal makes it three goals and three points. #OrlandoCity pic.twitter.com/4n4WDjvQoj
Ercan Kara gulltryggði svo sigur Orlando þegar hann skoraði fjórða mark liðsins á 84. mínútu. Orlando er í 6. sæti Austurdeildar MLS.
Dagur hefur leikið átján leiki með Orlando í MLS á tímabilinu, skorað eitt mark og gefið eina stoðsendingu.
Dagur sló í gegn með Breiðabliki á síðasta tímabili, varð Íslandsmeistari með liðinu og var tilnefndur sem leikmaður ársins í Bestu deildinni. Hann gekk svo í raðir Orlando.