Fótbolti

Karlrembupabbinn orðlaus þegar Sviss kynnti liðið sitt fyrir HM kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn svissneska landsliðsins fagna sigri á móti Íslandi á EM í Hollandi.
Leikmenn svissneska landsliðsins fagna sigri á móti Íslandi á EM í Hollandi. Getty/Maja Hitij/

Sviss verður með á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem hefst seinna í þessum mánuði í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Það má segja að það hafi verið stungið upp í svissneska karlrembupabbann í skemmtilegri kynningu svissneska sambandsins á HM hópnum sínum.

Kvennafótboltinn er alltaf að verða fyrirferðameiri í fótboltaheiminum og það er löngu liðin tíð að heimsmeistaramótið fari framhjá stórum hluti fótboltaáhugafólks.

Leikmenn svissneska liðsins voru kynntir til leiks í myndbandi þar sem heimilisföðurinn var ekki alveg með hlutina á hreinu en krakkarnir voru fljótir að skjóta forneskju fordóma hans niður.

Þegar pabbinn var spurður út í heimsmeistaramótið í fótbolta í sumar þá sagði hann að mótið væri búið því það fór fram í Katar síðasta vetur og átti þá við HM karla.

Þegar stelpan hans fór að tala um kvennamótið þá afsakaði hann sig með að enginn vissu hverjar þær væru. Fordómafulli föðurinn varð hins vegar fljótt orðlaus.

Krakkarnir hans voru nefnilega fljótir að leiðrétta þá vitleysu í honum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þau tala saman á þýsku en það má sjá enskan texta fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×