Gylfi á æfingu hjá Val Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2023 10:43 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Val í dag, í æfingabúningi Valsmanna. VÍSIR/VILHELM Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu á Twitter og sagði Gylfa staddan á æfingu á Hlíðarenda þessa stundina, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Gaupi lætur þess getið að Gylfi „virki lipur og í formi“. Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Val í þessum töluðu orðum. Virkar lipur og í formi. Fasteignafélgið það vill segja Valur með puttann á púlsinum. Þorgeir Ástvalds vinur minn fór langt á puttanum. Árið er? Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 3, 2023 Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Eins og fyrr segir rann samningur Gylfa við Everton út í fyrrasumar. Þessum 33 ára gamla leikmanni, sem skorað hefur 25 mörk í 78 A-landsleikjum fyrir Ísland, er því frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum. Hann hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United og greindi The Athletic frá því að félagið væri að láta rannsaka bakgrunn Gylfa. Eins og sjá má á myndinni hér efst í greininni var Gylfi klæddur í æfingabúningi Vals á æfingunni í dag. Hafi hann hug á að taka fram skóna og spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Gylfi Þór Sigurðsson virðist svo sannarlega ekki hættur að spila fótbolta.VÍSIR/VILHELM Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Samkvæmt reglum KSÍ „skal það vera gert með sanngirni og íþróttamennsku í huga og án þess að það hafi neikvæð áhrif á þá keppni sem leikmaðurinn verður hlutgengur til þess að taka þátt í.“ Samkvæmt viðmiðunarreglum samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ skal meðal annars horft til þess hvort að leikmaður hafi verið virkur í samningsumleitunum við félag án árangurs, frá því að síðasti samningur leikmannsins rann út. Besta deild karla Valur Mest lesið Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu á Twitter og sagði Gylfa staddan á æfingu á Hlíðarenda þessa stundina, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Gaupi lætur þess getið að Gylfi „virki lipur og í formi“. Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Val í þessum töluðu orðum. Virkar lipur og í formi. Fasteignafélgið það vill segja Valur með puttann á púlsinum. Þorgeir Ástvalds vinur minn fór langt á puttanum. Árið er? Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 3, 2023 Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Eins og fyrr segir rann samningur Gylfa við Everton út í fyrrasumar. Þessum 33 ára gamla leikmanni, sem skorað hefur 25 mörk í 78 A-landsleikjum fyrir Ísland, er því frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum. Hann hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United og greindi The Athletic frá því að félagið væri að láta rannsaka bakgrunn Gylfa. Eins og sjá má á myndinni hér efst í greininni var Gylfi klæddur í æfingabúningi Vals á æfingunni í dag. Hafi hann hug á að taka fram skóna og spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Gylfi Þór Sigurðsson virðist svo sannarlega ekki hættur að spila fótbolta.VÍSIR/VILHELM Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Samkvæmt reglum KSÍ „skal það vera gert með sanngirni og íþróttamennsku í huga og án þess að það hafi neikvæð áhrif á þá keppni sem leikmaðurinn verður hlutgengur til þess að taka þátt í.“ Samkvæmt viðmiðunarreglum samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ skal meðal annars horft til þess hvort að leikmaður hafi verið virkur í samningsumleitunum við félag án árangurs, frá því að síðasti samningur leikmannsins rann út.
Besta deild karla Valur Mest lesið Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira