„Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. júlí 2023 16:30 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir mál Önnu Kristínar Jensdóttur ekki einsdæmi. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir mál hreyfihamlaðrar konu sem hefur ítrekað verið hafnað um atvinnutækifæri á grundvelli fötlunar hennar ekki vera einsdæmi. Fordómar ríki í samfélaginu sem þurfi að uppræta. Greint var frá máli þrjátíu eins árs gamallar konu með hreyfihömlun í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Hún hefur verið atvinnulaus í tæpt ár og sótt um fjölda starfa en hefur ítrekað verið hafnað á grundvelli fötlunar sinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir málið ekki einsdæmi. „Því miður hef ég átt samtöl við fatlað fólk sem lýsir svipuðu eða sama viðmóti þegar það sækir um starf. Það verður að viðurkennast að þetta eru einhvers konar fordómar sem eru ríkjandi í samfélaginu sem við verðum að komast fram hjá,“ segir Þuríður Harpa. Breyta þurfi viðhorfi til fatlaðs fólks. „Það er búið að vera vilji stjórnvalda í mörg ár að hið opinbera og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og ráði til sín fatlað fólk til starfa,“ segir Þuríður Harpa. Verið sé að vinna að breytingu í almannatryggingakerfinu þar sem lögð sé áhersla á að fatlað fólk hafi meiri og jafnari aðgang að störfum. Auk þess sé verið að innleiða samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk í lög. „Það er heilmikið í farvatninu til að gera breytingar og við kunnum þetta. Við höfum gert þetta allt saman áður til dæmis í jafnréttismálum og við setjum stanslaust upp jafnréttisgleraugun og við þurfum að gera það sama gagnvart fötluðu fólki. Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun og gera því kleift að vera á jafnréttisgrundvelli í samfélaginu og það þýðir að fatlað fólk þarf og á að hafa aðgang að atvinnu,“ segir Þuríður Harpa. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Greint var frá máli þrjátíu eins árs gamallar konu með hreyfihömlun í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Hún hefur verið atvinnulaus í tæpt ár og sótt um fjölda starfa en hefur ítrekað verið hafnað á grundvelli fötlunar sinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir málið ekki einsdæmi. „Því miður hef ég átt samtöl við fatlað fólk sem lýsir svipuðu eða sama viðmóti þegar það sækir um starf. Það verður að viðurkennast að þetta eru einhvers konar fordómar sem eru ríkjandi í samfélaginu sem við verðum að komast fram hjá,“ segir Þuríður Harpa. Breyta þurfi viðhorfi til fatlaðs fólks. „Það er búið að vera vilji stjórnvalda í mörg ár að hið opinbera og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og ráði til sín fatlað fólk til starfa,“ segir Þuríður Harpa. Verið sé að vinna að breytingu í almannatryggingakerfinu þar sem lögð sé áhersla á að fatlað fólk hafi meiri og jafnari aðgang að störfum. Auk þess sé verið að innleiða samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk í lög. „Það er heilmikið í farvatninu til að gera breytingar og við kunnum þetta. Við höfum gert þetta allt saman áður til dæmis í jafnréttismálum og við setjum stanslaust upp jafnréttisgleraugun og við þurfum að gera það sama gagnvart fötluðu fólki. Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun og gera því kleift að vera á jafnréttisgrundvelli í samfélaginu og það þýðir að fatlað fólk þarf og á að hafa aðgang að atvinnu,“ segir Þuríður Harpa.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira