Fótbolti

Cesc Fabregas hefur lagt skóna á hilluna

Jón Már Ferro skrifar
Cesc Fabregas var gerður að fyrirliða Arsenal einungis rétt rúmlega tvítugur.
Cesc Fabregas var gerður að fyrirliða Arsenal einungis rétt rúmlega tvítugur. Mynd/AFP

Hinn 36 ára gamli Cesc Fabregas, lék á ferli sínum fyrir Arsenal og Chelsea á Englandi en á Spáni lék hann fyrir uppeldisfélag sitt Barcelona. Einnig spilaði hann fyrir Monaco í Frakklandi. Hann var hluti af einu besta landsliði allra tíma er hann lék fyrir spænska landsliðið. Nú er ferli þessa snillings lokið því skórnir eru komnir á hilluna góðu.

Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea, La Liga á Spáni með Barcelona og FA Cup bikarinn með Arsenal. 

Með spænska landsliðinu varð Fabregas heimsmeistari landsliða og Evrópumeistari tvisvar. Alls spilaði hann 110 sinnum fyrir landsliðið á tíu ára tímabili frá árinu 2006.

Eins og margir knattspyrnumenn snýr Fabregas sér að þjálfun eftir ferilinn og tekur við Como í Sería B á Ítalíu. Þar sem hann spilaði síðustu tvö árin á ferlinum.

Hann segist minnast allra stundanna hjá félögum sínum og landsliðinu með hlýhug. Hann segir að hann muni alltaf muna eftir titlunum sem hann vann á ferlinum.

Fabregas gaf út yfirlýsingu á Instagram reikningi sínum ásamt myndbandi sem snertir við flestum fótbolta unnendum. Fáir voru jafn mjúkir með boltann og Fabregas sem skilur eftir sig mikla sögu.

Í heildina spilaði hann 518 leiki í meistaraflokksbolta. Með Arsenal spilaði hann 212 leiki, Barcelona 96, Chelsea 138, Monaco 54 og Como 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×