Útsmogin svikaskilaboð valdi ferlegu veseni Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júní 2023 16:30 CERT-IS sá tilefni til þess að vara sérstaklega við útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. vísir Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur. „Það sem við erum að sjá er að þetta er búið að vera að þróast undanfarnar vikur, mánuði og ár. Þetta er alltaf að verða fágaðra og þá sérstaklega íslenskan sem er notuð í þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag vakti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli á útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. Þau hafi færst í aukana á síðustu vikum. Fágaðri svik sem blekkja augað Guðmundur segir að áður hafi Íslendingar náð að verja sig á bakvið sjaldgæfa tungumálið en nú þurfi fólk að vera meira á varðbergi. Þá sé eins og netþrjótarnir skilji markaðinn betur, noti vörur eins og póstdreifingar til að höfða meira til fólks. „Þetta er bara að valda alveg ferlegu veseni út um allar trissur,“ segir hann. Vefsíðurnar sem svikahrapparnir gera séu orðnar keimlíkar þeim sem þeir eru að herma eftir, eins og innskráningar í banka og fleira. „Þeir eru alltaf að reyna að blekkja augað,“ segir Guðmundur, notast sé við slóðir sem eru keimlíkar þeim sem eru alvöru. Hann tekur sem dæmi að vefsíðan 1andsbankinn.is er ekki það sama og landsbankinn.is Glöggir lesendur sjá að í fyrri slóðinni er tölustafurinn 1 notaður í staðinn fyrir lítið L. „Það er bara dæmi frá því í fyrra að þeir keyptu sig ofar í Google niðurstöður. Þannig ef þú gúgglaðir Landsbankinn þá kom það fyrir ofan alvöru Landsbankann.“ Fólk sé vant því að ýta á efsta valmöguleikann og hugsa að það hljóti að vera rétt. „Svo birtist vefsíðan bara nákvæmlega eins, þeir voru meira að segja búnir að innleiða spjallvélmennið eins, þannig það leit út fyrir að virka.“ Heilbrigð tortryggni Fólk þarf því að hafa varann á þegar það fær skilaboð. „Við höfum talað um að fólk tileinki sér heilbrigða tortryggni,“ segir Guðmundur. Fólk eigi að spyrja sig hvort það eigi von á einhverju sem valdi því að þau eigi að fá skilaboð sem þessi. Þá sé betra að fara beint inn á vefsíður þessara fyrirtækja sem eiga að vera að afhenda póstinn, í stað þess að ýta á hlekkinn eða nota leitarvél til að finna vefsíðuna. „Þetta er það sem þarf að passa.“ Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvernig á að vara sig á netglæpum. Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
„Það sem við erum að sjá er að þetta er búið að vera að þróast undanfarnar vikur, mánuði og ár. Þetta er alltaf að verða fágaðra og þá sérstaklega íslenskan sem er notuð í þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag vakti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli á útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. Þau hafi færst í aukana á síðustu vikum. Fágaðri svik sem blekkja augað Guðmundur segir að áður hafi Íslendingar náð að verja sig á bakvið sjaldgæfa tungumálið en nú þurfi fólk að vera meira á varðbergi. Þá sé eins og netþrjótarnir skilji markaðinn betur, noti vörur eins og póstdreifingar til að höfða meira til fólks. „Þetta er bara að valda alveg ferlegu veseni út um allar trissur,“ segir hann. Vefsíðurnar sem svikahrapparnir gera séu orðnar keimlíkar þeim sem þeir eru að herma eftir, eins og innskráningar í banka og fleira. „Þeir eru alltaf að reyna að blekkja augað,“ segir Guðmundur, notast sé við slóðir sem eru keimlíkar þeim sem eru alvöru. Hann tekur sem dæmi að vefsíðan 1andsbankinn.is er ekki það sama og landsbankinn.is Glöggir lesendur sjá að í fyrri slóðinni er tölustafurinn 1 notaður í staðinn fyrir lítið L. „Það er bara dæmi frá því í fyrra að þeir keyptu sig ofar í Google niðurstöður. Þannig ef þú gúgglaðir Landsbankinn þá kom það fyrir ofan alvöru Landsbankann.“ Fólk sé vant því að ýta á efsta valmöguleikann og hugsa að það hljóti að vera rétt. „Svo birtist vefsíðan bara nákvæmlega eins, þeir voru meira að segja búnir að innleiða spjallvélmennið eins, þannig það leit út fyrir að virka.“ Heilbrigð tortryggni Fólk þarf því að hafa varann á þegar það fær skilaboð. „Við höfum talað um að fólk tileinki sér heilbrigða tortryggni,“ segir Guðmundur. Fólk eigi að spyrja sig hvort það eigi von á einhverju sem valdi því að þau eigi að fá skilaboð sem þessi. Þá sé betra að fara beint inn á vefsíður þessara fyrirtækja sem eiga að vera að afhenda póstinn, í stað þess að ýta á hlekkinn eða nota leitarvél til að finna vefsíðuna. „Þetta er það sem þarf að passa.“ Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvernig á að vara sig á netglæpum.
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira