Fótbolti

Knattspyrnustjóri PSG handtekinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Christophe Galtier gerði PSG að Frakklandsmeisturum.
Christophe Galtier gerði PSG að Frakklandsmeisturum. Tim Clayton/Corbis via Getty Images

Christophe Galtier, knattspyrnustjóri franska stórliðsins Paris Saint-Germain, hefur verið handtekinn vegna ásakana um kynþáttafordóma og mismunum frá tíma hans sem stjóri OGN Nice.

Galtier var sakaður um að hafa sagt of marga þeldökka og múslimska leikmenn vera hjá Nice er hann stýrði liðinu tímabilið 2021-2022.

The Atlhetic greinir frá því að Galtier og sonur hans, John Valovic-Galtier, hafi verið handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Fyrst var þó greint frá málinu á franska miðlinum Le Parisien.

Galtier var fyrst sakaður um kynþáttafordóma og mismunum í garð leikmanna Nice í apríl á þessu ári, en hann hefur neitað sök. Sjálfur segist hann ætla að sækja alla þá sem reyna að sverta mannorð hans til saka.

Galtier er enn knattspyrnustjóri PSG en hann er þó á förum frá félaginu. Hann gerði liðið að frönsku meisturum í vor, en það var ekki nóg og hann er því á útleið. Talið er að Luis Enrique, fyrrverandi þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins, muni taka við stjórnartaumunum í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×