Gervigreind komin til starfa hjá Heilsugæslunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2023 17:51 Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino Aðsent Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku. Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gervigreindin nýtist í netspjalli Heilsuveru þar sem tekið er sjálfvirkt innritunarviðtal við sjúklinginn áður en sérfræðingar Upplýsingamiðstöðvarinnar taka við spjallinu. Sjúklingurinn er spurður út í sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og þekkir kerfið yfir 1.200 læknisfræðileg málefni og getur spurt yfir 5.500 spurninga á bæði íslensku og ensku. Síðan er texti læknaskýrslu ritaður sjálfvirkt á íslensku óháð tungumáli sjúklings. Þurfa ekki lengur að spyrja sömu spurninga „Starfsfólkið okkar þarf nú ekki lengur að spyrja sömu spurninganna aftur og aftur heldur getur það einbeitt sér að úrlausn og frekari ráðgjöf mun hraðar en áður. Um 62% gesta Heilsuveru velja netspjallið og því var tilvalið að byrja þar.“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningunni segir að reynslan af þjónustunni sýni að hægt sé að leysa úr sífellt stærri hluta erinda með fjarlausnum sem sé betri þjónusta fyrir einstaklinginn og dregur jafnframt úr álagi á heilbrigðiskerfið. Samstarf Heilsugæslunnar og Dicino hófst síðastliðið vor í lausnamóti heilbrigðiskerfisins, sem skipulagt var af Heilsutækniklasanum. Að loknum prófunarfasa og samráðsvinnu var netspjall Heilsuveru tengt Dicino og fer hluti samtals við sérfræðing nú fram með sjálfvirkum hætti. Í kjölfar jákvæðra niðurstaða var ákveðið að ganga til samninga um áframhaldandi notkun á kerfinu. „Við vorum komin með annan fótinn til Spánar en rann auðvitað blóðið til skyldunnar þegar kallið kom enda smellpassaði lausnin okkar við þarfir Heilsugæslunnar,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino. Kerfið var áður einungis í boði fyrir spænsku- og enskumælandi. Ábyrg notkun gervigreindar í þágu almannaheillar „Hjá Dicino höfum við farið afar varlega og forritað gervigreindarvirkni sjálf þannig að við séum einungis að auka skilvirkni en ekki áhættu með tækninni. Á hverjum degi notum við öll einhverja gerð gervigreindar, hvort sem það er sjálfvirkni á lagavali streymisveitna eða þegar við flökkum um heima samfélagsmiðlanna sem nota tölfræði til að birta færslur og markaðsefni,“ segir Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino. „Á endanum snýst þetta um að nýta tæknina með ábyrgum hætti í þágu almannaheilla. Það er engin sjálfvirk ákvarðanataka varðandi meðferðina sjálfa heldur erum við hreinlega að spara eitt helsta verðmætið, sem er tími. Í þessu tilviki tími sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks sem skortur er á um allan heim,“ segir Steingrímur. „Það hefur verið frábært að fá að vera með þeim fyrstu til að starfa með beinum hætti með hinu opinbera og framlínu heilbrigðiskerfisins. Við höfum nú þegar fengið ómetanlega endurgjöf sem gagnast við framþróun lausnarinnar og það má segja að þó lausnin sé afar viðamikil þá séum við rétt að byrja.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Gervigreind Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gervigreindin nýtist í netspjalli Heilsuveru þar sem tekið er sjálfvirkt innritunarviðtal við sjúklinginn áður en sérfræðingar Upplýsingamiðstöðvarinnar taka við spjallinu. Sjúklingurinn er spurður út í sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og þekkir kerfið yfir 1.200 læknisfræðileg málefni og getur spurt yfir 5.500 spurninga á bæði íslensku og ensku. Síðan er texti læknaskýrslu ritaður sjálfvirkt á íslensku óháð tungumáli sjúklings. Þurfa ekki lengur að spyrja sömu spurninga „Starfsfólkið okkar þarf nú ekki lengur að spyrja sömu spurninganna aftur og aftur heldur getur það einbeitt sér að úrlausn og frekari ráðgjöf mun hraðar en áður. Um 62% gesta Heilsuveru velja netspjallið og því var tilvalið að byrja þar.“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningunni segir að reynslan af þjónustunni sýni að hægt sé að leysa úr sífellt stærri hluta erinda með fjarlausnum sem sé betri þjónusta fyrir einstaklinginn og dregur jafnframt úr álagi á heilbrigðiskerfið. Samstarf Heilsugæslunnar og Dicino hófst síðastliðið vor í lausnamóti heilbrigðiskerfisins, sem skipulagt var af Heilsutækniklasanum. Að loknum prófunarfasa og samráðsvinnu var netspjall Heilsuveru tengt Dicino og fer hluti samtals við sérfræðing nú fram með sjálfvirkum hætti. Í kjölfar jákvæðra niðurstaða var ákveðið að ganga til samninga um áframhaldandi notkun á kerfinu. „Við vorum komin með annan fótinn til Spánar en rann auðvitað blóðið til skyldunnar þegar kallið kom enda smellpassaði lausnin okkar við þarfir Heilsugæslunnar,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino. Kerfið var áður einungis í boði fyrir spænsku- og enskumælandi. Ábyrg notkun gervigreindar í þágu almannaheillar „Hjá Dicino höfum við farið afar varlega og forritað gervigreindarvirkni sjálf þannig að við séum einungis að auka skilvirkni en ekki áhættu með tækninni. Á hverjum degi notum við öll einhverja gerð gervigreindar, hvort sem það er sjálfvirkni á lagavali streymisveitna eða þegar við flökkum um heima samfélagsmiðlanna sem nota tölfræði til að birta færslur og markaðsefni,“ segir Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino. „Á endanum snýst þetta um að nýta tæknina með ábyrgum hætti í þágu almannaheilla. Það er engin sjálfvirk ákvarðanataka varðandi meðferðina sjálfa heldur erum við hreinlega að spara eitt helsta verðmætið, sem er tími. Í þessu tilviki tími sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks sem skortur er á um allan heim,“ segir Steingrímur. „Það hefur verið frábært að fá að vera með þeim fyrstu til að starfa með beinum hætti með hinu opinbera og framlínu heilbrigðiskerfisins. Við höfum nú þegar fengið ómetanlega endurgjöf sem gagnast við framþróun lausnarinnar og það má segja að þó lausnin sé afar viðamikil þá séum við rétt að byrja.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Gervigreind Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira