Síðast mætti lögreglan en Viktor segir að harkan verði öll innan vallar Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 17:46 Viktor Karl Einarsson man vel eftir rimmunni við Buducnost í fyrra. Samsett/Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson segir möguleika Breiðabliks mjög góða fyrir úrslitaleikinn við svartfellska liðið Buducnost annað kvöld, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðin mættust á sama stað í fyrra í undandkeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar sauð upp úr leikslok, en tveir leikmenn og þjálfari Buducnost fengu rautt spjald í leiknum. Blikar unnu að lokum einvígið og hafa gestirnir því harma að hefna á Kópavogsvelli á morgun, í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á leiknum í fyrra voru lögreglumenn viðstaddir sem bæði fylgdust með litríkum stuðningsmönnum Buducnost og komu svo inn á völlinn í leiksklok þegar lætin urðu sem mest. „Ég á ekki von á því að þetta verði eins og í fyrra en ég held að það sé engin spurning að harkan inni á vellinum verði sú sama. Þeir eru með hrikalega sterkt lið, mikil „physique“, og vilja spila svolítinn kraftabolta. Ég held að harkan inni á vellinum verði því mikil en ég á ekki von á sömu hörku utan vallar,“ sagði Viktor við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn: „Ég met möguleikana bara mjög góða. Við erum með hörkulið, og Buducnost líka, en að mínu mati erum við með betra fótboltalið og höfum sýnt það í Evrópukeppni að við getum strítt liðum erlendis frá. Það verður mjög gaman að geta sýnt það á morgun,“ sagði Viktor en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Viktor fyrir Evrópuleik Liðin spiluðu í undanúrslitum forkeppninnar á þriðjudaginn og unnu bæði örugga sigra. Blikar höfðu betur gegn Tre Penne frá San Marínó, 7-1: „Ég held að við getum tekið fullt með okkur frá þeim leik, bæði eitthvað sem við getum bætt og það sem við gerðum vel. Við spiluðum góðan sóknarleik á köflum, skoruðum auðvitað sjö mörk, en gætum verið aðeins meira „solid“ varnarlega. Annars spiluðum við góðan leik og tökum mest úr sóknarleiknum, en getum þá bætt ofan á það að fara betur með stöður sem við búum okkur til framarlega á vellinum,“ sagði Viktor, ánægður með það krydd sem Evrópuleikirnir gefa leiktíðinni: „Það er alltaf mikil spenna og gaman að vera í deildarverkefni, Evrópuverkefni og bikar. Það er „refreshing“ að geta verið í mörgum verkefnum, geta kúplað sig úr deildinni núna og sett einbeitinguna á Evrópu. það er hrikalega skemmtilegt.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost hefst klukkan 19 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira
Liðin mættust á sama stað í fyrra í undandkeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar sauð upp úr leikslok, en tveir leikmenn og þjálfari Buducnost fengu rautt spjald í leiknum. Blikar unnu að lokum einvígið og hafa gestirnir því harma að hefna á Kópavogsvelli á morgun, í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á leiknum í fyrra voru lögreglumenn viðstaddir sem bæði fylgdust með litríkum stuðningsmönnum Buducnost og komu svo inn á völlinn í leiksklok þegar lætin urðu sem mest. „Ég á ekki von á því að þetta verði eins og í fyrra en ég held að það sé engin spurning að harkan inni á vellinum verði sú sama. Þeir eru með hrikalega sterkt lið, mikil „physique“, og vilja spila svolítinn kraftabolta. Ég held að harkan inni á vellinum verði því mikil en ég á ekki von á sömu hörku utan vallar,“ sagði Viktor við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn: „Ég met möguleikana bara mjög góða. Við erum með hörkulið, og Buducnost líka, en að mínu mati erum við með betra fótboltalið og höfum sýnt það í Evrópukeppni að við getum strítt liðum erlendis frá. Það verður mjög gaman að geta sýnt það á morgun,“ sagði Viktor en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Viktor fyrir Evrópuleik Liðin spiluðu í undanúrslitum forkeppninnar á þriðjudaginn og unnu bæði örugga sigra. Blikar höfðu betur gegn Tre Penne frá San Marínó, 7-1: „Ég held að við getum tekið fullt með okkur frá þeim leik, bæði eitthvað sem við getum bætt og það sem við gerðum vel. Við spiluðum góðan sóknarleik á köflum, skoruðum auðvitað sjö mörk, en gætum verið aðeins meira „solid“ varnarlega. Annars spiluðum við góðan leik og tökum mest úr sóknarleiknum, en getum þá bætt ofan á það að fara betur með stöður sem við búum okkur til framarlega á vellinum,“ sagði Viktor, ánægður með það krydd sem Evrópuleikirnir gefa leiktíðinni: „Það er alltaf mikil spenna og gaman að vera í deildarverkefni, Evrópuverkefni og bikar. Það er „refreshing“ að geta verið í mörgum verkefnum, geta kúplað sig úr deildinni núna og sett einbeitinguna á Evrópu. það er hrikalega skemmtilegt.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost hefst klukkan 19 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira