Innlent

Alvarleg líkamsárás á eldri mann í heimahúsi á Ísafirði

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lögreglan á Vestfjörðum er með málið til rannsóknar.
Lögreglan á Vestfjörðum er með málið til rannsóknar. vísir/vilhelm

Karlmaður um áttrætt varð fyrir fólskulegri líkamsárás í fjölbýlishúsi á Ísafirði í vikunni. Karlmaður á miðjum aldri var handtekinn en látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

„Það var tilkynnt um líkamsárás á þriðjudag, en það liggur ekkert fyrir um að vopni hafi verið beitt,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, í samtali við fréttastofu. 

Maðurinn hlaut beinbrot við árásina en var ekki í lífshættu að sögn Hlyns. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og er á batavegi.

Árásarmaðurinn var látinn laus. „Það var ekki talin ástæða til að halda honum lengur með tilliti til rannsóknarhagsmuna. Málið er bara í rannsókn“ segir Hlynur.

Hann segir ekkert benda til þess að sérstök tengsl hafi verið á milli mannanna. Hlynur vildi ekki tjá sig um þjóðerni árásarmannsins að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×