Innlent

FÍH hafði betur gegn Rúv

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Félag íslenskra hljómlistarmanna hafði betur gegn Rúv í félagsdómi.
Félag íslenskra hljómlistarmanna hafði betur gegn Rúv í félagsdómi. Vísir/Vilhelm

Félagsdómur staðfestir að óheimilt sé að sniðganga ákvæði kjarasamninga sem kveða á um lágmarkskjör í máli FÍH gegn Rúv. Dómurinn féll vegna samninga stofnunarinnar við hljómlistarmenn á Jazzhátíð Reykjavíkur og er fordæmisgefandi, sérstaklega í listgreinum.

Nánar má lesa um málið á vef BHM.

Félag íslenskra hljómlistarmanna fór með málið fyrir dóm á þeim forsendum að Ríkisútvarpinu bæri að greiða hljómlistarmönnunum sem spiluðu á Jazzhátíð Reykjavíkur samkvæmt kjarasamningi FÍH og Rúv. 

Rúv mótmælti því og vísaði til þess að ekkert ráðningarsamband hafi verið til staðar. Ríkisútvarpið vildi greiða tónlistarfólkinu með auglýsingum á miðlum Rúv og með greiðslu beint til Jazzhátíðar, sem svo skipti fjárhæðinni á milli hljóðfæðraleikaranna í samræmi við þátttöku. Fyrirkomulagið hafði áður verið á þann veg.

Ekki hægt að víkja frá lágmarkskjörum

Í dómi Félagsdóms er staðfest að kjarasamningur FÍH og Rúv gildir. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör. Þar vegi þungt að kjarasamningurinn geri ráð fyrir greiðslum til hljómlistarmanna að skilyrðum uppfylltum, óháð því hvort formlegt eða óformlegt ráðningarsamband sé til staðar.

BHM bendir á líkindi dómsins við dóm Landsréttar sem féll ríflega ári fyrr í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 

Hann staðfesti með afgerandi hætti að beint ráðningarsamband er ekki forsenda skuldbindingargildis kjarasamnings sem fjallar um greiðslur vegna hljóðritana og/eða beinna útsendinga á tónlist. Dómurinn hafi því fordæmisgildi sem slíkur, sér í lagi í listageiranum þar sem kjarasamningar fjalla sérstaklega um greiðslur á ráðningarformi eða hvort ráðning sé til staðar. 

Þá staðfestir Félagsdómur að ákvæði kjarasamninga kveða á um lágmarkskjör sem óheimilt er að sniðganga. Breytir þar engu hvort framkvæmdin hafi áður verið önnur en kjarasamningur kveður á um.


Tengdar fréttir

Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti

Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×