„Þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. júní 2023 12:12 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu um fylgi flokkanna ekki endurspegla neinar breytingar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mælinguna óásættanlega fyrir flokkinn. Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgisbreytingu Samfylkingarinnar vera að festa sig í sessi. Könnunin fór fram dagana 1. til 22. júní og hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,7 prósent fylgi sem er á pari við könnunina í maí. Frá kosningum 2021 hefur flokkurinn tæplega þrefaldað fylgi sitt.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 19 prósent fylgi sem er rúmum fimm prósentum minna en í kosningunum. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði könnunina ekki endurspegla neinar breytingar í Pallborðinu á Vísi í morgun. „Þetta er allt innan skekkjumarka en þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svona huggun harmi gegn þá sjáum við aðrar kannanir sem eru hærri og miklu nær niðurstöðu kosninga,“ sagði Bjarni jafnframt. Flokkurinn eigi mikið inni. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir könnunina staðfesta þróun undanfarinna mánuða. „Með gríðarlega miklu risi Samfylkingar í kjölfar formannsskipta það og sú fylgisbreyting sem svona að festa sig í sessi á milli kannanna sem segir okkur að þetta er ekki einstakt stökk sem síðan fellur jafnharðan,“ segir Eiríkur. Fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar sé einnig athyglisvert. Kjósendur séu smám saman að yfirgefa stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Könnunin taki þó ekki til nýjustu vendinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Þannig að þær uppákomur sem hafa verið hér í umræðunni um útlendingamálin í tengslum við ráðherraskiptin og síðan deilurnar um ákvörðun matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. Áhrif af þeim mælast ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur sem segir erfitt að meta upp að hvaða marki ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á niðurstöður næstu kannana. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Könnunin fór fram dagana 1. til 22. júní og hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,7 prósent fylgi sem er á pari við könnunina í maí. Frá kosningum 2021 hefur flokkurinn tæplega þrefaldað fylgi sitt.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 19 prósent fylgi sem er rúmum fimm prósentum minna en í kosningunum. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði könnunina ekki endurspegla neinar breytingar í Pallborðinu á Vísi í morgun. „Þetta er allt innan skekkjumarka en þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svona huggun harmi gegn þá sjáum við aðrar kannanir sem eru hærri og miklu nær niðurstöðu kosninga,“ sagði Bjarni jafnframt. Flokkurinn eigi mikið inni. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir könnunina staðfesta þróun undanfarinna mánuða. „Með gríðarlega miklu risi Samfylkingar í kjölfar formannsskipta það og sú fylgisbreyting sem svona að festa sig í sessi á milli kannanna sem segir okkur að þetta er ekki einstakt stökk sem síðan fellur jafnharðan,“ segir Eiríkur. Fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar sé einnig athyglisvert. Kjósendur séu smám saman að yfirgefa stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Könnunin taki þó ekki til nýjustu vendinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Þannig að þær uppákomur sem hafa verið hér í umræðunni um útlendingamálin í tengslum við ráðherraskiptin og síðan deilurnar um ákvörðun matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. Áhrif af þeim mælast ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur sem segir erfitt að meta upp að hvaða marki ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á niðurstöður næstu kannana.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34