„Þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. júní 2023 12:12 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu um fylgi flokkanna ekki endurspegla neinar breytingar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mælinguna óásættanlega fyrir flokkinn. Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgisbreytingu Samfylkingarinnar vera að festa sig í sessi. Könnunin fór fram dagana 1. til 22. júní og hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,7 prósent fylgi sem er á pari við könnunina í maí. Frá kosningum 2021 hefur flokkurinn tæplega þrefaldað fylgi sitt.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 19 prósent fylgi sem er rúmum fimm prósentum minna en í kosningunum. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði könnunina ekki endurspegla neinar breytingar í Pallborðinu á Vísi í morgun. „Þetta er allt innan skekkjumarka en þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svona huggun harmi gegn þá sjáum við aðrar kannanir sem eru hærri og miklu nær niðurstöðu kosninga,“ sagði Bjarni jafnframt. Flokkurinn eigi mikið inni. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir könnunina staðfesta þróun undanfarinna mánuða. „Með gríðarlega miklu risi Samfylkingar í kjölfar formannsskipta það og sú fylgisbreyting sem svona að festa sig í sessi á milli kannanna sem segir okkur að þetta er ekki einstakt stökk sem síðan fellur jafnharðan,“ segir Eiríkur. Fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar sé einnig athyglisvert. Kjósendur séu smám saman að yfirgefa stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Könnunin taki þó ekki til nýjustu vendinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Þannig að þær uppákomur sem hafa verið hér í umræðunni um útlendingamálin í tengslum við ráðherraskiptin og síðan deilurnar um ákvörðun matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. Áhrif af þeim mælast ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur sem segir erfitt að meta upp að hvaða marki ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á niðurstöður næstu kannana. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Könnunin fór fram dagana 1. til 22. júní og hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,7 prósent fylgi sem er á pari við könnunina í maí. Frá kosningum 2021 hefur flokkurinn tæplega þrefaldað fylgi sitt.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 19 prósent fylgi sem er rúmum fimm prósentum minna en í kosningunum. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði könnunina ekki endurspegla neinar breytingar í Pallborðinu á Vísi í morgun. „Þetta er allt innan skekkjumarka en þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svona huggun harmi gegn þá sjáum við aðrar kannanir sem eru hærri og miklu nær niðurstöðu kosninga,“ sagði Bjarni jafnframt. Flokkurinn eigi mikið inni. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir könnunina staðfesta þróun undanfarinna mánuða. „Með gríðarlega miklu risi Samfylkingar í kjölfar formannsskipta það og sú fylgisbreyting sem svona að festa sig í sessi á milli kannanna sem segir okkur að þetta er ekki einstakt stökk sem síðan fellur jafnharðan,“ segir Eiríkur. Fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar sé einnig athyglisvert. Kjósendur séu smám saman að yfirgefa stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Könnunin taki þó ekki til nýjustu vendinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Þannig að þær uppákomur sem hafa verið hér í umræðunni um útlendingamálin í tengslum við ráðherraskiptin og síðan deilurnar um ákvörðun matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. Áhrif af þeim mælast ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur sem segir erfitt að meta upp að hvaða marki ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á niðurstöður næstu kannana.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34