Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Magnús Jochum Pálsson og Atli Ísleifsson skrifa 26. júní 2023 10:32 Arna Kristín Einarsdóttir hefur verið skipuð skrifstofustjóri skrifstofu menningar- og fjölmiðla hjá menningarráðuneytinu. Vísir/GVA Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Það er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í stöðuna. Greint er frá ráðningunni á vef stjórnarráðsins. Staðan var auglýst laus til umsóknar 17. mars síðastliðin og bárust átján umsóknir um starfið, tveir drógu umsóknir sínar til baka. Skipa átti að í stöðuna mánaðamótin apríl-maí en það dróst fram í júní. Athygli vakti að meðal umsækjenda voru nokkrir menningarpáfar; Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salsins í Kópavogi; Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv; Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Skömmu áður en umsækjendalistinn birtist hafði ráðuneytið einmitt birt úrskurð frá árinu 2020 þar sem Laufey Guðjónsdóttir fékk ansi vonda umsögn. Þótti tímasetning birtingarinnar heldur óvenjuleg. Mikil reynsla úr Sinfóníunni Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arna Kristín hafi verið valin í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og að hún taki við embættinu í haust. Þá segir einnig að Arna Kristín hafi lokið meistaranámi í flautuleik frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1992, diplóma á meistarastigi í flautuleik frá Royal College of Music í Manchester á Englandi árið 1996, MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun frá sama skóla árið 2017. „Arna Kristín starfar sem dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, þjóðarhljómsveit Svíþjóðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada í Ottawa frá 2019-2022. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) á árunum 2013-2019 og sem tónleikastjóri SÍ á árunum 2007-2013,“ segir í tilkynningunni. Ekki óumdeildur stjórnandi Arna Kristín hefur ekki verið óumdeild sem stjórnandi. Þegar hún var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu upp ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, en hún aðhafðist ekki í því máli. Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri, greindi frá því í færslu á Facebook í fyrra að þegar hann var sautján ára og Árni Heimir 35 ára þá hefði Árni nýtt sér yfirburðastöðu sem kennari Bjarna og brotið á honum kynferðislega. Bjarni sagðist ekki hafa viljað greina frá málinu á opinberum vettvangi vegna væntumþykju sinnar á Sinfóníunni en yfirhylmingin sem hann hefði þurft að þola frá stjórnendum, þar á meðal Örnu Kristínu, hafi neytt hann til þess. Bjarni skrifaði í færslu á Facebook um málið að hann hefði árið 2018 greint Örnu Kristínu, þáverandi framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, frá brotunum en hún hefði ekkert aðhafst í málinu. „Ég greindi þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á mér. Það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að segja henni frá þessu enda hafði ég ekki opnað mig um þetta mál við aðra en mína allra nánustu á þeim tímapunkti. Hún aðhafðist ekkert annað í málinu en að stinga því undir stól,“ skrifaði hann í færslunni. Vistaskipti Stjórnsýsla Menning Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Það er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í stöðuna. Greint er frá ráðningunni á vef stjórnarráðsins. Staðan var auglýst laus til umsóknar 17. mars síðastliðin og bárust átján umsóknir um starfið, tveir drógu umsóknir sínar til baka. Skipa átti að í stöðuna mánaðamótin apríl-maí en það dróst fram í júní. Athygli vakti að meðal umsækjenda voru nokkrir menningarpáfar; Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salsins í Kópavogi; Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv; Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Skömmu áður en umsækjendalistinn birtist hafði ráðuneytið einmitt birt úrskurð frá árinu 2020 þar sem Laufey Guðjónsdóttir fékk ansi vonda umsögn. Þótti tímasetning birtingarinnar heldur óvenjuleg. Mikil reynsla úr Sinfóníunni Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arna Kristín hafi verið valin í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og að hún taki við embættinu í haust. Þá segir einnig að Arna Kristín hafi lokið meistaranámi í flautuleik frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1992, diplóma á meistarastigi í flautuleik frá Royal College of Music í Manchester á Englandi árið 1996, MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun frá sama skóla árið 2017. „Arna Kristín starfar sem dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, þjóðarhljómsveit Svíþjóðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada í Ottawa frá 2019-2022. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) á árunum 2013-2019 og sem tónleikastjóri SÍ á árunum 2007-2013,“ segir í tilkynningunni. Ekki óumdeildur stjórnandi Arna Kristín hefur ekki verið óumdeild sem stjórnandi. Þegar hún var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu upp ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, en hún aðhafðist ekki í því máli. Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri, greindi frá því í færslu á Facebook í fyrra að þegar hann var sautján ára og Árni Heimir 35 ára þá hefði Árni nýtt sér yfirburðastöðu sem kennari Bjarna og brotið á honum kynferðislega. Bjarni sagðist ekki hafa viljað greina frá málinu á opinberum vettvangi vegna væntumþykju sinnar á Sinfóníunni en yfirhylmingin sem hann hefði þurft að þola frá stjórnendum, þar á meðal Örnu Kristínu, hafi neytt hann til þess. Bjarni skrifaði í færslu á Facebook um málið að hann hefði árið 2018 greint Örnu Kristínu, þáverandi framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, frá brotunum en hún hefði ekkert aðhafst í málinu. „Ég greindi þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á mér. Það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að segja henni frá þessu enda hafði ég ekki opnað mig um þetta mál við aðra en mína allra nánustu á þeim tímapunkti. Hún aðhafðist ekkert annað í málinu en að stinga því undir stól,“ skrifaði hann í færslunni.
Vistaskipti Stjórnsýsla Menning Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira