Með veika móður og einhverfa dóttur en fær ekki hæli Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 09:00 Mariangel Garcia hefur dvalið á Íslandi í átta mánuði. Vísir/Dúi Umsókn venesúelskrar konu og einhverfrar dóttur hennar um hæli hér á landi var nýlega hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu mun verra en fólk hér á landi átti sig á. Lágmarksmánaðarlaun þar samsvara fjórum íslenskum krónum í tímakaup. Mariangel kemur frá Venesúela en hún flúði til Íslands fyrir átta mánuðum síðan vegna ástandsins þar í landi. Hún kom hingað með dóttur sinni sem er einhverf og móður sinni sem þjáist að lungnasjúkdómi. Umsókn hennar um hæli hefur þó verið hafnað og verður henni því að öllum líkindum vísað úr landi á næstunni. Hún segir ástandið í Venesúela vera mun verra en fólk geri sér grein fyrir. Hún til að mynda átti þar lítið fyrirtæki en þurfti að loka því eftir að henni fóru að berast líflátshótanir. „Ég átti verslun, litla verslun sem seldi helstu nauðsynjar. Þeir fjárkúguðu mig og ég gat ekki tilkynnt það til lögreglunnar af því þessir sömu lögregluþjónar eru þeir sem hvetja til fjárkúgunarinnar,“ segir Mariangel. Mariangel starfar sem sjálfboðaliði í Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en er menntuð sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir að það yrði erfitt fyrir hana að sjá um móður sína yrðu þær sendar aftur til Venesúela en lágmarkslaun þar á mánuði samsvara um sex hundruð og fimmtíu íslenskum krónum. Vinni maður þar í fjörutíu tíma á viku yrði tímakaupið um fjórar krónur. Mariangel hefur eignast marga vini hér á landi. Vísir/Dúi „Launin í Venesúela eru mjög lág, lífsskilyrðin í Venesúela eru mjög slæm,“ segir Mariangel. Hún biðlar til stjórnvalda um að samþykkja umsókn hennar en hún hefur þegar áfrýjað höfnuninni. „Ég, líkt og margir aðrir Venesúelamenn, er búin að vera meira en átta mánuði hér á landi og við höfum reynt að aðlagast. Ég vil ekki vera byrði fyrir þetta land. Ég bið bara um tækifæri til að gefa móður minni og dóttur gott líf,“ segir Mariangel. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Reykjanesbær Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Mariangel kemur frá Venesúela en hún flúði til Íslands fyrir átta mánuðum síðan vegna ástandsins þar í landi. Hún kom hingað með dóttur sinni sem er einhverf og móður sinni sem þjáist að lungnasjúkdómi. Umsókn hennar um hæli hefur þó verið hafnað og verður henni því að öllum líkindum vísað úr landi á næstunni. Hún segir ástandið í Venesúela vera mun verra en fólk geri sér grein fyrir. Hún til að mynda átti þar lítið fyrirtæki en þurfti að loka því eftir að henni fóru að berast líflátshótanir. „Ég átti verslun, litla verslun sem seldi helstu nauðsynjar. Þeir fjárkúguðu mig og ég gat ekki tilkynnt það til lögreglunnar af því þessir sömu lögregluþjónar eru þeir sem hvetja til fjárkúgunarinnar,“ segir Mariangel. Mariangel starfar sem sjálfboðaliði í Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en er menntuð sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir að það yrði erfitt fyrir hana að sjá um móður sína yrðu þær sendar aftur til Venesúela en lágmarkslaun þar á mánuði samsvara um sex hundruð og fimmtíu íslenskum krónum. Vinni maður þar í fjörutíu tíma á viku yrði tímakaupið um fjórar krónur. Mariangel hefur eignast marga vini hér á landi. Vísir/Dúi „Launin í Venesúela eru mjög lág, lífsskilyrðin í Venesúela eru mjög slæm,“ segir Mariangel. Hún biðlar til stjórnvalda um að samþykkja umsókn hennar en hún hefur þegar áfrýjað höfnuninni. „Ég, líkt og margir aðrir Venesúelamenn, er búin að vera meira en átta mánuði hér á landi og við höfum reynt að aðlagast. Ég vil ekki vera byrði fyrir þetta land. Ég bið bara um tækifæri til að gefa móður minni og dóttur gott líf,“ segir Mariangel.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Reykjanesbær Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira