Innlent

Jónas Frið­rik Guðna­son er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jónas Friðrik var einn þeirra sem hafa staðið að gerð Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn á síðustu árum.
Jónas Friðrik var einn þeirra sem hafa staðið að gerð Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn á síðustu árum. Stöð 2

Jónas Friðrik Guðnason, texta- og ljóðskáld frá Raufarhöfn, er látinn, 77 ára að aldri.

Greint var frá andlátinu á vef RÚV í gær, en Jónas Friðrik lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík síðastliðinn föstudag.

Jónas Friðrik var einna þekktastur fyrir samstarf sitt við Ríó Tríó en hann fékkst lengi við smíði söngtexta og hafa um tvö hundruð textar eftir hann verið hljóðritaðir. Samdi hann einnig texta fyrir tónlistarmenn á borð við Björgvin Halldórsson, Mána, Diddú, Sléttuúlfana, BG og Ingibjörgu og Brimkló.

Í Morgunblaðinu í morgun kemur fram að Jónas Friðrik á sínum yngri árum stundað ýmsa verkamannavinnu, meðal annars á Raufarhöfn. Hann hafi svo unnið hjá Jökli hf. á Raufarhöfn í þrjá áratugi, en síðustu tuttugu árin hafi hann svo starfað hjá sveitarfélaginu Norðurþingi við almenn skrifstofustörf.

Jónas Friðrik var einn þeirra sem stóð að gerð Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn, en hann ræddi verkefnið við fréttamann Stöðvar 2 ári 2016. Sjá má innslagið að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×